McKenna og Pochettino hafa áhuga á að taka við Man Utd - Chelsea í stjóraleit og ætlar að bjóða í Olise
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Brynjar Björn: Getum viðurkennt að við vorum örlítið heppnir
Haraldur Freyr: Þetta var bardagaleikur
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Fyrri hálfleikurinn ævintýralega slakur - „Til skammar"
   sun 25. ágúst 2013 21:22
Magnús Þór Jónsson
Ellert: Svekkjandi að fara ekki heim með þrjú stig
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ellert Hreinsson framherji Blika hefði viljað fá meira út úr leik dagsins í Ólafsvík.

"Já það er vissulega svekkjandi að taka ekki með sér þrjú stig.  Við fengum virkilega færin til þess, sérstaklega í fyrri hálfleik."

Eftir tvö jafntefli í röð á Vesturlandi fannst Ellert ljóst hvað væri framundan hjá Blikum.

"Það þýðir ekkert að gráta í koddann núna, það er bara að spýta í lófana og ná í þrjú stig næst"

Varnarlína heimamanna var ekkert að víla fyrir sér að taka vel á fyrrum Víkingnum Ellert, fannst honum einhvern tíma full mikið af því góða í þeim efnum?

"Neinei, þetta var bara hressandi!  Þeir eru líkamlega sterkir Ólsararnir en það er alltaf gaman að kljást við svoleiðis.

Hvað heldur Ellert um framhaldið hjá fyrrum félögum sínum í þeirra fallbaráttu?

"Þeir líta vel út núna, hafa ekki tapað í þónokkurn tíma svo þetta lítur bara vel út hjá þeim"

Nánar er rætt við Ellert í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner