Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   sun 25. október 2020 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Fyrsti sigur Wolfsburg - Bremen stal stigi
Fyrsti sigur Wolfsburg á nýju deildartímabili kom gegn nýliðum Arminia Bielefeld er liðin mættust í dag.

Wout Weghorst og Maximilian Arnold gerðu mörkin og leiddu heimamenn sanngjarnt 2-0 í leikhlé.

Gestirnir frá Bielefeld gerðu tvær skiptingar í hálfleik og reyndu að koma til baka en það tókst ekki. Sven Schipplock kom inn á 77. mínútu og skoraði skömmu síðar en það dugði ekki til.

Wolfsburg er með sjö stig eftir sigurinn þar sem liðið gerði jafntefli í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins. Þetta var þriðja tap Bielefeld í röð og er liðið með fjögur stig eftir fimm umferðir.

Wolfsburg 2 - 1 Arminia Bielefeld
1-0 Wout Weghorst ('19)
2-0 Maximilian Arnold ('20)
2-1 Sven Schipplock ('80)

Werder Bremen tók þá á móti Hoffenheim og komust heimamenn yfir strax á fimmtu mínútu þegar Maximilian Eggestein skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.

Hoffenheim brást fljótt við og jafnaði Dennis Geiger um miðjan hálfleik. Gestirnir frá Hoffenheim voru betri í leiknum og óheppnir að standa ekki uppi sem sigurvegarar að lokum.

Bremen er með átta stig eftir fimm umferðir. Hoffenheim er með sjö stig.

Werder Bremen 1 - 1 Hoffenheim
1-0 Maximilian Eggestein ('5)
1-1 Dennis Geiger ('22)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 13 7 2 4 25 19 +6 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner