Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. nóvember 2021 18:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Atla kvaddi liðsfélagana - Á leið til Víkings
Davíð Örn í leik gegn Víkingi
Davíð Örn í leik gegn Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings sagði frá því við Fótbolta.net í dag að Karl Friðleifur Gunnarsson verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins á morgun.

Hann kemur til liðsins frá Breiðabliki en hann var á láni hjá Víkingi á síðustu leiktíð.

„Ég held að planið sé að tilkynna hann á morgun ásamt vonandi einum í viðbót," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolta.net

Það stefnir allt í að hinn leikmaðurinn sé Davíð Örn Atlason en hann kemur einnig frá Breiðablik. Kópavogsliðið keypti Davíð einmitt frá Víkingi sem varð til þess að Karl Friðleifur fór á láni til Víkings.

Kristján Óli segir frá því að Davíð hafi kvatt liðsfélaga sína í Breiðabliki og segir Kristján að kaupverðið séu þrjár milljónir.

Vangaveltur hafa verið um hvort hinn leikmaðurinn, sem Arnar talaði um, hefði getað verið Valgeir Valgeirsson en Arnar staðfesti að viðræður við HK séu í gangi.


Athugasemdir
banner
banner