fös 25. nóvember 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kominn í helvíti stórt lið á Íslandi og aldrei hægt að útiloka neitt"
Ef Keflavík hefði ekki farið upp hefði ég aldrei getað fyrirgefið mér og hafnaði því
Ef Keflavík hefði ekki farið upp hefði ég aldrei getað fyrirgefið mér og hafnaði því
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Á landsliðsæfingu.
Á landsliðsæfingu.
Mynd: KSÍ
Í staðinn átti ég tvö frábær tímabil með Keflavík sem mig hafði dreymt um að eiga lengi
Í staðinn átti ég tvö frábær tímabil með Keflavík sem mig hafði dreymt um að eiga lengi
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
En FH bankar ekkert alltaf á dyrnar og mér fannst ég ekki geta hafnað því
En FH bankar ekkert alltaf á dyrnar og mér fannst ég ekki geta hafnað því
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ég ætla ekki að segja að ég hafi eitthvað áætlað það en ég hefði ekki farið frá Keflavík nema ég væri 100% að fara spila.
Ég ætla ekki að segja að ég hafi eitthvað áætlað það en ég hefði ekki farið frá Keflavík nema ég væri 100% að fara spila.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst að FH sem klúbbur þurfi að vera dálítið auðmjúkur núna. Það er ekki hægt að segja: heyrðu, við ætlum að fara og vinna Íslandsmeistaratitilinn á næsta ári. Það virkar ekki þannig, staðan er þannig að FH var næstum því fallið úr deildinni og það þarf að finna út af hverju það gerðist. Allt gerist af ástæðu, það er ekki bara þannig að þetta var óvart einn leikur, þetta var heilt tímabil og það þarf að finna lausnir á því," sagði Sindri Kristinn Ólafsson sem samdi við FH fyrr í þessum mánuði.

Markvörðurinn Sindri ræddi við Fótbolta.net og var spurður út í hvað hann vildi afreka með FH.

„Persónulega, án þess að hafa rætt við neinn um það, að FH eigi að vera í topp sex og helst blanda sér í topp fjóra á næsta ári ef það er hægt að bæta rétt í leikmannahópinn og spila rétt úr spilunum. Á þremur tímabilum finnst mér að FH eigi að vera komið aftur að berjast á toppnum."

„En það þarf auðmýkt, þurfum að fara rétt að hlutunum og sýna bæði þroska og hvað við getum gert."


Rosa gott að vera fenginn sem aðalmarkvörður - Hélt að Atli yrði áfram
Í viðtali við Atla Gunnar Guðmundsson, sem ákvað að vera ekki áfram hjá FH eftir nýliðið tímabil, kom fram að Sindri ætti að vera fyrsti kostur í markið hjá FH. Hvernig er að koma í FH vitandi það að þú ert aðalmarkvörður liðsins?

„Það er rosa gott. Ég ætla ekki að segja að ég hafi eitthvað áætlað það en ég hefði ekki farið frá Keflavík nema ég væri 100% að fara spila. Það er mitt að tapa því sæti ef af því kemur, sem ég vona innilega ekki. Ég hefði aldrei farið frá Keflavík hefði ég vitað það að ég væri að fara í ósanngjarna samkeppni eða 50:50 samkeppni. Ég skil samkeppni, en FH fær mig til að spila og það er búið að segja það við mig. Ef það kemur annar markmaður þá er það samkeppni sem ég verð að vinna úr."

„Ég hélt að Atli yrði áfram, hann spilaði mjög vel undir lok tímabilsins, var ekkert búinn að ræða það við þjálfarateymið en ég áætlaði að Atli yrði áfram. Ég skil hann vel ef hann fær þau svör að hann verði ekki markmaður númer eitt eða sé að fara í ósanngjarna samkeppni. Ég skil hann vel því hann er nógu góður til að spila í efstu deild."


Mjög kærkomið að fá að vera með A-landsliðinu
Sindri var valinn í sitt fyrsta A-landsliðsverkefni fyrr í þessum mánuði. Hann var hluti af hópnum sem mætti Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu í vináttuleikjum.

„Það var mikill heiður að fá að taka þátt í fyrsta A-landsliðsverkefninu. Ég bjóst ekki endilega við því, þó að ég hefði verið í þessu mengi. Það voru markmenn sem eru búnir að spila rosa vel, Anton Ari (Einarsson) til dæmis og Ingvar Jóns hefur verið í þessu áður. Frederik (Schram) átti frábært tímabil og síðan kom Hákon inn í þetta. Ég bjóst ekkert endilega við því að fá fara með."

„Síðan kemur það í ljós að Ingvar og Anton gáfu ekki kost á sér og þá hafði ég trú á því að ég myndi mögulega fá að fara með. Það hefur verið markmið mitt, síðan ég byrjaði í U17, að stefna á A-landsliðið. Við markmennirnir sem vorum í U21 á sínum tíma vorum kannski svolítið óheppnir, við fengum aldrei tækifæri með A-landsliðinu eins og þessir markmenn hafa fengið. Það er mjög kærkomið að fá að vera í kringum A-landsliðið og 'props' á Jóa og Adda að hafa tekið með mig."


Sindri var eini leikmaðurinn sem fór í verkefnið sem spilaði ekkert í leikjunum tveimur.

„Auðvitað eru það vonbrigði að vera eini leikmaðurinn sem spilaði ekki. En ég gerði mér alveg grein fyrir því þegar ég fór í verkefnið að ég væri líklega markmaður númer þrjú í hópnum."

„Ég hélt að Hákon (Rafn Valdimarsson) myndi spila báða leikina. En Frederik spilaði seinni og þá kom vonarglæta að ég fengi kannski leik á bakið. En ég er allavega með landsliðsverkefni á bakinu og ég er rosa stoltur af því."


„Ef ég verð nógu andskoti góður þá sýnir eitthvað lið áhuga"
Haustið 2020 gafst Sindra tækifæri að ganga í raðir enska félagsins Oldham. Hann kaus að halda tryggð við Keflavík og hjálpaði liðinu að fara upp í efstu deild. Horfir hann ennþá í möguleikann að fara erlendis?

„Mér bauðst að fara út til Oldham Athletic og verða atvinnumaður. Þetta var covid-tímabilið og Keflavík átti þarna fjóra leiki eftir. Við vorum með bæði Fram og Leikni á hælunum á okkur, áttum eftir að spila á móti Fram, Grindavík, Leikni og Magna. Ég var mjög nálægt því að fara, var eiginlega búinn að samþykkja laun og kjör og allt svoleiðis. Síðan kom einhvern veginn sú tilfinning að ég gæti ekki skilið liðsfélaga mína eftir hálfmarkmannslausa það tímabilið. Ef Keflavík hefði ekki farið upp hefði ég aldrei getað fyrirgefið mér og hafnaði því."

„Ég ákvað bara að sjá aldrei eftir því að hafa hafnaði því, þetta hefði mögulega verið eitthvað 'break' en í staðinn átti ég tvö frábær tímabil með Keflavík sem mig hafði dreymt um að eiga lengi."


Sindri var með lausan samning hjá Keflavík eftir síðasta tímabil og segist hafa hugsað hvort hann ætti að bíða og sjá hvort kallið kæmi að utan.

„En FH bankar ekkert alltaf á dyrnar og mér fannst ég ekki geta hafnað því. Ég ætla að taka þann pól að ef ég verð nógu andskoti góður þá sýnir eitthvað lið áhuga. Þó að það sé þannig að það sé ekkert mikið um það að það sé verið að kaupa markmenn frá Íslandi. Ég er kominn í helvíti stórt lið á Íslandi og aldrei hægt að útiloka neitt," sagði þessi 25 ára gamli markvörður.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Vill ekki sjá bróður sinn heima ef Esbjerg fer upp - „Þá hvet ég hann að skoða FH"
Tjáði sig um ummæli Rúnars Kristins - „Veit ekki alveg hvað ég á að lesa í þetta"
Byrjuðu hræðilega og voru í „tjóninu" en fengu svo inn mann sem sneri genginu við
Sindri talar mjög opinskátt um stöðuna í Keflavík: Tel það vera peningavandamál sem er mjög súrt
Athugasemdir
banner
banner
banner