Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. janúar 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jackson í ítarlegri læknisskoðun hjá Bournemouth
Jackson.
Jackson.
Mynd: EPA
Nicolas Jackson er að ganga í raðir Bournemouth frá Villarreal. Einhverjir erlendir miðlar hafa fjallað um að Jackson hafi fallið á læknisskoðun en Sky Sports segir að Jackson sé um þessar mundir að klára seinni hlutann af skoðuninni.

Bournemouth vissi af því að lærið væri að plaga Jackson og vilja skoða vel hvernig staðan á þeim meiðslum eru.

Ef eitthvað óvænt kemur upp þá gæti Bournemouth endurskoðað samkomulagið við spænska félagið. Til þessa sé þó allt eins og það eigi að vera.

Bournemouth greiðir um 20 milljónir punda fyrir senegalska framherjann. Jackson er 21 árs og verður önnur kaup Bournemouth í janúarglugganum, eftir að Dango Ouattara var keyptur frá Lorient. Jackson hefur verið hjá Villarreal síðan 2019 en hann var fyrst með varaliði félagsins áður en hann fékk tækifæri með aðalliðinu í október 2021. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Senegal á HM, þegar hann kom inn sem varamaður gegn Hollandi.

Bournemouth er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið gerði jafntefli við Nottingham Forest síðasta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner