Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 26. mars 2021 14:15
Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði: Skýrara hvað við áttum að gera í síðari hálfleik
Icelandair
Jón Daði í baráttunni við Antonio Rudiger í leiknum í gær.
Jón Daði í baráttunni við Antonio Rudiger í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur á móti Þjóðverjum. Þeir eru erfiðir að eiga við. Við fengum tvö mörk á okkur snemma og þetta var bratt eftir það," sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í undankeppni HM í gær.

„Síðari hálfleikur var miklu betri að mínu manni. Það var skýrara hvað við áttum að gera. Við vöknuðum, fórum að pressa meira og það gekk ágætlega upp. Maður veit aldrei hvernig þetta hefði farið ef við hefðum náð kannski að fara með 0-0 í hálfleik."

Jón Daði var einn frammi hjá ísenska liðinu í gær. „Þetta var erfitt. Þetta var mikið af hlaupum og maður var lítið í boltanum, eðlilega kannski. Maður er svolítið lemstraður í dag en verður klár í næsta leik."

Næsti leikur Íslands er strax á sunnudaginn gegn Armeníu. „Næsti leikur er strax, það er engin pása. Við erum með gott teymi til að gera mann kláran fyrir þann leik," segir Jón Daði en han er klár í að spila þrjá leiki á einni viku. „Já, já, ég er í Championship og það er nóg af leikjum þar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner