Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fös 26. mars 2021 14:15
Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði: Skýrara hvað við áttum að gera í síðari hálfleik
Icelandair
Jón Daði í baráttunni við Antonio Rudiger í leiknum í gær.
Jón Daði í baráttunni við Antonio Rudiger í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur á móti Þjóðverjum. Þeir eru erfiðir að eiga við. Við fengum tvö mörk á okkur snemma og þetta var bratt eftir það," sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í undankeppni HM í gær.

„Síðari hálfleikur var miklu betri að mínu manni. Það var skýrara hvað við áttum að gera. Við vöknuðum, fórum að pressa meira og það gekk ágætlega upp. Maður veit aldrei hvernig þetta hefði farið ef við hefðum náð kannski að fara með 0-0 í hálfleik."

Jón Daði var einn frammi hjá ísenska liðinu í gær. „Þetta var erfitt. Þetta var mikið af hlaupum og maður var lítið í boltanum, eðlilega kannski. Maður er svolítið lemstraður í dag en verður klár í næsta leik."

Næsti leikur Íslands er strax á sunnudaginn gegn Armeníu. „Næsti leikur er strax, það er engin pása. Við erum með gott teymi til að gera mann kláran fyrir þann leik," segir Jón Daði en han er klár í að spila þrjá leiki á einni viku. „Já, já, ég er í Championship og það er nóg af leikjum þar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner