Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   sun 26. mars 2023 19:21
Hafliði Breiðfjörð
Vaduz
Aron Einar: Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver
Icelandair
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver, hann er átta ára í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands eftir 0-7 sigur á Liechtenstein í kvöld. Hann skoraði þrennu í leiknum og ætlar að gefa Óliver Breka syni sinum boltann sem hann fékk að eiga vegna þess.


Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 -  7 Ísland

„Hann fæddist á meðan ég var í Kasakstan og á alltaf afmæli í þessum glugga. Því fær hann þennan bolta í afmælisgjöf. Hann sér mig ekki oft á afmælisdaginn en við reynum að skipuleggja þannig að hann fær að halda afmælið þegar pabbi hans er kominn heim. Það var lítil veisla í dag og hann verður ánægður með boltann," sagði Aron sem skoraði þarna sína fyrstu þrennu. 

„Já í meistaraflokki. Það var síðast í 5. flokki sem ég skoraði síðast þrennu," sagði Aron en ljóst var að 3 - 0 tapið gegn Bosníu fyrir helgi sat í honum en þá tók hann út leikbann.

„Þetta snýst ekkert um þrennu hjá mér í dag. Þetta snýst um hvernig við myndum bregðast við eftir tapið í Bosníu.  Mér fannst við mæta af krafti, við vissum að Liechtenstein yrðu þreyttir eftir tapið í síðasta leik gegn Portúgal en við gáfum þeim engin færi á að komast inn í það sem þeir eru góðir í og komast í varnarstöður. Við létum boltann ganga hratt á milli kanta og gefa enginn færi á okkur. Ég er ánægður með spilamennskuna og hvernig við brugðumst við slæma tapinu í Bosníu."

Aron Einar skoraði á 48. og 67. mínútu en eftir annað markið var ljóst að þrenna var í huga hans því hann skaut að marki fyrir utan teig.

„já, ég sé eftir að hafa tekið það skot því það var eiginlega bara gjöf fyrir markmenn. En ég var ánægður með Andra að gefa mér vítaspyrnuna og fá að ná í þessa þrennu. Ég þurfti að kalla á hann því ég held hann hafi ekki alveg áttað sig á að ég væri á þrennunni.  Ég spurði hann bara og það var ekkert mál, ég hefði gert það sama fyrir hann."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan. Hann talar um hvað  leikurinnn gefur fyrir sjálfstraustið og hvað er hægt að byggja ofan á eftir slæmt tap í Bosníu. 

Hann ræðir einnig um að spila miðvarðarstöðuna í landsliðinu sem hann spilaði í kvöld og segist vera bæði að spoila þá stöðu og sem miðjumaður í Katar. 


Athugasemdir
banner
banner