Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   sun 26. mars 2023 19:21
Hafliði Breiðfjörð
Vaduz
Aron Einar: Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver
Icelandair
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver, hann er átta ára í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands eftir 0-7 sigur á Liechtenstein í kvöld. Hann skoraði þrennu í leiknum og ætlar að gefa Óliver Breka syni sinum boltann sem hann fékk að eiga vegna þess.


Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 -  7 Ísland

„Hann fæddist á meðan ég var í Kasakstan og á alltaf afmæli í þessum glugga. Því fær hann þennan bolta í afmælisgjöf. Hann sér mig ekki oft á afmælisdaginn en við reynum að skipuleggja þannig að hann fær að halda afmælið þegar pabbi hans er kominn heim. Það var lítil veisla í dag og hann verður ánægður með boltann," sagði Aron sem skoraði þarna sína fyrstu þrennu. 

„Já í meistaraflokki. Það var síðast í 5. flokki sem ég skoraði síðast þrennu," sagði Aron en ljóst var að 3 - 0 tapið gegn Bosníu fyrir helgi sat í honum en þá tók hann út leikbann.

„Þetta snýst ekkert um þrennu hjá mér í dag. Þetta snýst um hvernig við myndum bregðast við eftir tapið í Bosníu.  Mér fannst við mæta af krafti, við vissum að Liechtenstein yrðu þreyttir eftir tapið í síðasta leik gegn Portúgal en við gáfum þeim engin færi á að komast inn í það sem þeir eru góðir í og komast í varnarstöður. Við létum boltann ganga hratt á milli kanta og gefa enginn færi á okkur. Ég er ánægður með spilamennskuna og hvernig við brugðumst við slæma tapinu í Bosníu."

Aron Einar skoraði á 48. og 67. mínútu en eftir annað markið var ljóst að þrenna var í huga hans því hann skaut að marki fyrir utan teig.

„já, ég sé eftir að hafa tekið það skot því það var eiginlega bara gjöf fyrir markmenn. En ég var ánægður með Andra að gefa mér vítaspyrnuna og fá að ná í þessa þrennu. Ég þurfti að kalla á hann því ég held hann hafi ekki alveg áttað sig á að ég væri á þrennunni.  Ég spurði hann bara og það var ekkert mál, ég hefði gert það sama fyrir hann."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan. Hann talar um hvað  leikurinnn gefur fyrir sjálfstraustið og hvað er hægt að byggja ofan á eftir slæmt tap í Bosníu. 

Hann ræðir einnig um að spila miðvarðarstöðuna í landsliðinu sem hann spilaði í kvöld og segist vera bæði að spoila þá stöðu og sem miðjumaður í Katar. 


Athugasemdir