Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
   sun 26. mars 2023 19:21
Hafliði Breiðfjörð
Vaduz
Aron Einar: Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver
Icelandair
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver, hann er átta ára í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands eftir 0-7 sigur á Liechtenstein í kvöld. Hann skoraði þrennu í leiknum og ætlar að gefa Óliver Breka syni sinum boltann sem hann fékk að eiga vegna þess.


Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 -  7 Ísland

„Hann fæddist á meðan ég var í Kasakstan og á alltaf afmæli í þessum glugga. Því fær hann þennan bolta í afmælisgjöf. Hann sér mig ekki oft á afmælisdaginn en við reynum að skipuleggja þannig að hann fær að halda afmælið þegar pabbi hans er kominn heim. Það var lítil veisla í dag og hann verður ánægður með boltann," sagði Aron sem skoraði þarna sína fyrstu þrennu. 

„Já í meistaraflokki. Það var síðast í 5. flokki sem ég skoraði síðast þrennu," sagði Aron en ljóst var að 3 - 0 tapið gegn Bosníu fyrir helgi sat í honum en þá tók hann út leikbann.

„Þetta snýst ekkert um þrennu hjá mér í dag. Þetta snýst um hvernig við myndum bregðast við eftir tapið í Bosníu.  Mér fannst við mæta af krafti, við vissum að Liechtenstein yrðu þreyttir eftir tapið í síðasta leik gegn Portúgal en við gáfum þeim engin færi á að komast inn í það sem þeir eru góðir í og komast í varnarstöður. Við létum boltann ganga hratt á milli kanta og gefa enginn færi á okkur. Ég er ánægður með spilamennskuna og hvernig við brugðumst við slæma tapinu í Bosníu."

Aron Einar skoraði á 48. og 67. mínútu en eftir annað markið var ljóst að þrenna var í huga hans því hann skaut að marki fyrir utan teig.

„já, ég sé eftir að hafa tekið það skot því það var eiginlega bara gjöf fyrir markmenn. En ég var ánægður með Andra að gefa mér vítaspyrnuna og fá að ná í þessa þrennu. Ég þurfti að kalla á hann því ég held hann hafi ekki alveg áttað sig á að ég væri á þrennunni.  Ég spurði hann bara og það var ekkert mál, ég hefði gert það sama fyrir hann."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan. Hann talar um hvað  leikurinnn gefur fyrir sjálfstraustið og hvað er hægt að byggja ofan á eftir slæmt tap í Bosníu. 

Hann ræðir einnig um að spila miðvarðarstöðuna í landsliðinu sem hann spilaði í kvöld og segist vera bæði að spoila þá stöðu og sem miðjumaður í Katar. 


Athugasemdir
banner