Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 26. mars 2023 19:21
Hafliði Breiðfjörð
Vaduz
Aron Einar: Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver
Icelandair
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Aron Einar fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Boltinn er afmælisgjöf fyrir Óliver, hann er átta ára í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands eftir 0-7 sigur á Liechtenstein í kvöld. Hann skoraði þrennu í leiknum og ætlar að gefa Óliver Breka syni sinum boltann sem hann fékk að eiga vegna þess.


Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 -  7 Ísland

„Hann fæddist á meðan ég var í Kasakstan og á alltaf afmæli í þessum glugga. Því fær hann þennan bolta í afmælisgjöf. Hann sér mig ekki oft á afmælisdaginn en við reynum að skipuleggja þannig að hann fær að halda afmælið þegar pabbi hans er kominn heim. Það var lítil veisla í dag og hann verður ánægður með boltann," sagði Aron sem skoraði þarna sína fyrstu þrennu. 

„Já í meistaraflokki. Það var síðast í 5. flokki sem ég skoraði síðast þrennu," sagði Aron en ljóst var að 3 - 0 tapið gegn Bosníu fyrir helgi sat í honum en þá tók hann út leikbann.

„Þetta snýst ekkert um þrennu hjá mér í dag. Þetta snýst um hvernig við myndum bregðast við eftir tapið í Bosníu.  Mér fannst við mæta af krafti, við vissum að Liechtenstein yrðu þreyttir eftir tapið í síðasta leik gegn Portúgal en við gáfum þeim engin færi á að komast inn í það sem þeir eru góðir í og komast í varnarstöður. Við létum boltann ganga hratt á milli kanta og gefa enginn færi á okkur. Ég er ánægður með spilamennskuna og hvernig við brugðumst við slæma tapinu í Bosníu."

Aron Einar skoraði á 48. og 67. mínútu en eftir annað markið var ljóst að þrenna var í huga hans því hann skaut að marki fyrir utan teig.

„já, ég sé eftir að hafa tekið það skot því það var eiginlega bara gjöf fyrir markmenn. En ég var ánægður með Andra að gefa mér vítaspyrnuna og fá að ná í þessa þrennu. Ég þurfti að kalla á hann því ég held hann hafi ekki alveg áttað sig á að ég væri á þrennunni.  Ég spurði hann bara og það var ekkert mál, ég hefði gert það sama fyrir hann."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan. Hann talar um hvað  leikurinnn gefur fyrir sjálfstraustið og hvað er hægt að byggja ofan á eftir slæmt tap í Bosníu. 

Hann ræðir einnig um að spila miðvarðarstöðuna í landsliðinu sem hann spilaði í kvöld og segist vera bæði að spoila þá stöðu og sem miðjumaður í Katar. 


Athugasemdir
banner