Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   mið 26. júní 2019 09:00
Arnar Helgi Magnússon
Mane myndi skipta Meistaradeildartitlinum út
Sadio Mane fær stutt sumarfrí í en hann er nú staddur í Egyptalandi þar sem að Afríkukeppnin fer fram. Hann leikur með landsliði Senegal.

Senegal er með virkilega sterkt lið í ár og er talið líklegt að liðið gæti hampað titlinum í fyrsta skipti í sögunni.

„Við gerum okkur grein fyrir því að við erum með gott lið og getum gert allskonar hluti á mótinu. Að vinna þetta mót með liðinu mínu sem að hefur aldrei unnið Afríkukeppnina áður yrði stórkostlegt afrek," segir Mane.

Mane hefur dreymt um titil með landsliðinu síðan hann var ungur drengur.

„Ég myndi skipta á Meistaradeildarititlinum með Liverpool fyrir að vinna Afríkukeppnina með Senegal," sagði Mane að lokum.

Næsti leikur liðsins er gegn Alsír á morgun.
Athugasemdir
banner