Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   þri 26. september 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Besti dómarinn 2017: Það er ekki auðvelt að standa í þessu
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hefur verið valinn besti dómari ársins 2017 af Fótbolta.net. Vilhjálmur, sem er 32 ára, er sammála því að þetta hafi verið hans besta tímabil.

„Það hefur gengið vel í sumar. Ég kom vel undirbúinn til leiks og leikirnir hafa flestir gengið vel að mínu mati. Ég get ekki kvartað," segir Vilhjálmur sem dæmdi meðal annars bikarúrslitaleik ÍBV og FH.

„Ég persónulega reyni að setja mér markmið fyrir hvert tímabil og bikarúrslitaleikur var klárlega eitt af þeim markmiðum. Ég tel mig hafa sýnt það með frammistöðu minni framan af sumri að ég gerði tilkall í að fá hann. Ég var glaður og stoltur að fá þann leik."

Varðandi dómgæsluna í heild sinni í sumar er Vilhjálmur sammála því að yngri dómarar deildarinnar hafi tekið miklum framförum í sumar.

„Ívar Orri og Helgi Mikael hafa verið að koma mjög öflugir inn. Ívar Orri hefur stigið mjög upp eftir kannski erfiða byrjun á hans ferli. Hann hefur þroskast um mörg dómaraár og ég held að hann eigi eftir að verða enn betri. Helgi hefur verið öflugur og það eru fleiri að koma inn, þrátt fyrir að þeir mættu vera fleiri."

„Dómgæslan stendur á ákveðnum tímapunkti. Það eru kynslóðaskipti að ganga í gegn og það þarf að halda vel á spöðunum til að það skili sér áfram í góðri dómgæslu."

Það voru stór tíðindi í dómaramálunum í gær þegar Gunnar Jarl tilkynnti að hann ætlaði að taka sér frí frá dómgæslu.

„Það er mjög vont að missa hann. Ég vona dómgæslunnar vegna að þetta verði ekki meira en eitt ár í pásu. Þetta sýnir að það er ekki auðvelt að standa í þessu. Það er mjög mikil pressa og mikill tími sem fer í þetta. Vonandi tekur hann ekki lengra en eitt ár í pásu," segir Vilhjálmur Alvar.

Sjá einnig:
Þorvaldur Árnason dómari ársins 2016
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2015
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner