Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 26. september 2023 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ancelotti: Vona að hann verði þjálfari Real einn daginn
Spænski miðillinn Marca hefur sterklega orðað Xabi Alonso, stjóra Bayer Leverkusen, við starfið hjá Real Madrid.

Carlo Ancelotti, núverandi stjóri Real, verður samningslaus í lok tímabilsins og hefur sterklega verið orðaður við brasilíska landsliðið.

Ancelotti var spurður út í Alonso á fréttamannafundi í dag.

„Ég var með hann (Alonso) sem leikmann hjá mér. Hann er með mjög mikla þekkingu á fótbolta, hann er að geram mjög vel hjá Bayer Leverkusen. Ég vona að hann komi hingað einn daginn, eins vona ég að Raúl eða Arbeloa komi hingað einn daginn. Þetta eru menn sem ég þekki og elska mjög mikið. Ég vona að einn daginn geti þeir orðið þjálfarar Real Madrid."

„Allir vita að ég er mjög ánægður hér og líður vel hér, það er ekki mikilvægasta umræðuefnið að ræða það núna (varðandi nýjan samning). Það eru margir leikir. Gagnrýni truflar mig ekki. Allir mega segja það sem þeir vilja, ég einbeiti mér að vinnunni,"
sagði Ancelotti.

Bayer Leverkusen er á toppi þýsku deildarinnar ásamt Bayern Munchen með 13 stig eftir fimm leiki. Real Madrid er með fimmtán stig eftir fyrstu sex leikina á Spáni.

Sjá einnig:
Marca: Real Madrid velur Xabi Alonso sem arftaka
Athugasemdir
banner
banner
banner