Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. nóvember 2022 15:02
Aksentije Milisic
HM: Lewandowski skoraði sitt fyrsta HM mark í mikilvægum sigri - Sjáðu mörkin
Lewandowski skorar.
Lewandowski skorar.
Mynd: EPA
Wojciech Szczesny varði vítaspyrnu.
Wojciech Szczesny varði vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images

Poland 2 - 0 Saudi Arabia
1-0 Piotr Zielinski ('39 )
1-0 Salem Al Dawsari ('45 , Misnotað víti)
2-0 Robert Lewandowski ('82 )


Það var mjög fjörugum leik að ljúka í C-riðli en þar mættust Pólland og Sádí-Arabía.

Sadí-Arabía var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en þrátt fyrir það náðu Pólverjar forystunni þegar Piotr Zielinski skoraði gott mark eftir flottan undirbúning frá Robert Lewandowski.

Undir lok fyrri hálfleiksins fékk Sádí-Arabía ódýra vítaspyrnu. Dómari leiksins skoðaði atvikið og dæmdi víti og var það fyrirliðinn Salem Al Dawsari sem steig á punktinn.

Wojciech Szczesny varði hins vegar spyrnuna og einnig frákastið á stórglæsilegan hátt og Pólland fór inn í hálfleikinn með 1-0 forystu.

Síðari hálfleikurinn var einnig fjörugu en bæði lið áttu góð færi. Pólland skaut tvisvar sinnum í tréverki á meðan Sádí-Arabar hittu ekki á markið úr nokkrum góðum færum.

Það var siðan Lewandowski sem skoraði sitt fyrsta HM mark á ferlinum á 82. mínútu en hann nýtti sér þá mistök í vörn Sádí-Arabíu og skoraði örugglega við mikinn fögnuð Pólverja.

Leiknum lauk með frábærum 2-0 sigri Póllands sem er nú með fjögur stig eftir tvo leiki en Sádí-Arabía er með þrjú.

Í kvöld mætast síðan Argentína og Mexíkó.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner