mán 27. janúar 2020 09:25
Magnús Már Einarsson
Man Utd vonast ennþá eftir að fá Can
Powerade
Emre Can.
Emre Can.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez er eftirsóttur.
James Rodriguez er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokar á föstudaginn! Hér er allt helsta slúðrið í dag.



Tottenham er nálægt því að kaupa hollenska kantmanninn Steven Bergwijn (22) frá PSV Eindhoven. (Mirror)

Barcelona hefur boðið 67 milljónir punda í Wissam Ben Yedder (29) framherja Mónakó en hann á að fylla skarð Luis Suarez sem er meiddur. (Foot Mercato)

Tottenham hefur hafið viðræður við AC Milan um kaup á pólska framherjanum Krzysztof Piatek (24). (Mail)

Chelsea hefur einnig verið boðið að fá Piatek í sínar raðir. (Star)

Ef aðilar frá Sádi-Arabíu ná að kaupa Newcastle ætla þeir að reyna að fá Rafael Benítez aftur í stjórastólinn. Rafa starfar í dag hjá Dalian Yifang í Kína. (Sun)

Manchester United hefur hækkað tilboð sitt í Bruno Fernandes upp í 46,4 milljónir punda en Sporting Lisabon er ennþá að bíða eftir betra tilboði. (Times)

Arsenal ætlar að berjast við Everton um James Rodriguez (28) miðjumann Real Madrid. (AS)

Tottenham fær tíu milljónir punda ef Mauricio Pochettino tekur við öðru félagi fyrir lok tímabils. (Mirror)

Genk hefur hafnað tilboði frá Sheffield United í norska miðjumanninn Sander Berge. (Mail)

Leeds ætlar að fá framherjann Jean-Kevin Augustin (22) á láni frá RB Leipzig út tímabilið. (Star)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ætlar að reyna að koma ferli varnarmannsins Shkodran Mustafi (27) á flug. Mustafi var nálægt því að fara frá Arsenal síðastliðið sumar. (Telegraph)

Bournemouth er að reyna að fá íslenska landsliðsmanninn Hólmar Örn Eyjólfsson (29) frá Levski Sofia. (90 Min)

Charlton er að skoða möguleika á að semja við Florentin Pogba (29) bróður Paul Pogba. (Sun)

Charlton vill einnig fá framherjann Troy Parrott (17) á láni frá Tottenham. (Mail)

Everton er nálægt því að fá miðjumanninn Matias Vecino frá Inter á 17 milljónir punda. (Gazzetta dello Sport)

Manchester United ætlar ekki að lækka verðmiðann á Chris Smalling (29) þrátt fyrir óskir Roma þess efnis. Smalling er á láni hjá Roma. (Sun)

Manchester United vonast ennþá til að geta fengið Emre Can (26) miðjumann Juventus og fyrrum leikmann Liverpool. (Express)

Burnley, Leeds, West Brom, Derby og Stoke vilja fá varnarmanninn Harold Moukoudi (22) á láni frá St-Etienne. (L'Eqiupe)

Manchester United ætlar að bjóða Logan Pye (16) miðjumanni Sunderland fimm ára samning. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner