Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   fim 27. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiðar Máni: Klárlega spennandi tímar framundan
,,Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu''
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Það eru klárlega spennandi tímar framundan, fyrstu vikurnar hafa farið vel af stað og ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Heiðar Máni Hermannsson, leikmaður FH, í dag. Hann var kynntur sem leikmaður FH í dag en hann kemur frá Fylki. Heiðar er fæddur árið 2005 og er á yngsta ári í 2. flokki.

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan

„Þetta tók alls ekki langan tíma, minna en tvær vikur. Það var erfitt að fara frá Fylki, Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu. Ég fékk boð um að koma á æfingar hjá FH, ákvað að grípa tækifærið og leist vel á FH sem félag."

„Ég er ekki viss hvort ég verði með eitthvað hlutverk í meistaraflokki í sumar. Ég er hér til að verða betri og við vonum það besta."
Fjalar Þorgeirsson er markmannsþjálfari FH. „Ég er búinn að læra af Fjalari og mun gera það áfram. Ég þekkti Fjalar ekki áður en ég kom hingað."

Heiðar á að baki þrjá leiki með U17 landsliðinu. „Það hefur gengið frábærlega. Vonandi fáum við leiki í febrúar úti."

Heiðar er sonur Hermanns Albertssonar sem lék með FH á árum áður. Hermann var hluti af Íslandsmeistaraliðum FH áriðn 2005 og 2006. „Það spilar ekkert inni en þetta hefur einhverja þýðingu fyrir hann. Hann hélt sig frá þessu þegar ég var að taka ákvörðun og leyfði mér að sjá um þetta."

Ertu með langtímamarkmið í fótboltanum? „Ég er klárlega að horfa í atvinnumennsku, komast eins langt og hægt er. Það kemur bara í ljós hvort eða hvenær það verður," sagði Heiðar.
Athugasemdir
banner
banner