Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 27. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiðar Máni: Klárlega spennandi tímar framundan
,,Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu''
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Það eru klárlega spennandi tímar framundan, fyrstu vikurnar hafa farið vel af stað og ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Heiðar Máni Hermannsson, leikmaður FH, í dag. Hann var kynntur sem leikmaður FH í dag en hann kemur frá Fylki. Heiðar er fæddur árið 2005 og er á yngsta ári í 2. flokki.

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan

„Þetta tók alls ekki langan tíma, minna en tvær vikur. Það var erfitt að fara frá Fylki, Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu. Ég fékk boð um að koma á æfingar hjá FH, ákvað að grípa tækifærið og leist vel á FH sem félag."

„Ég er ekki viss hvort ég verði með eitthvað hlutverk í meistaraflokki í sumar. Ég er hér til að verða betri og við vonum það besta."
Fjalar Þorgeirsson er markmannsþjálfari FH. „Ég er búinn að læra af Fjalari og mun gera það áfram. Ég þekkti Fjalar ekki áður en ég kom hingað."

Heiðar á að baki þrjá leiki með U17 landsliðinu. „Það hefur gengið frábærlega. Vonandi fáum við leiki í febrúar úti."

Heiðar er sonur Hermanns Albertssonar sem lék með FH á árum áður. Hermann var hluti af Íslandsmeistaraliðum FH áriðn 2005 og 2006. „Það spilar ekkert inni en þetta hefur einhverja þýðingu fyrir hann. Hann hélt sig frá þessu þegar ég var að taka ákvörðun og leyfði mér að sjá um þetta."

Ertu með langtímamarkmið í fótboltanum? „Ég er klárlega að horfa í atvinnumennsku, komast eins langt og hægt er. Það kemur bara í ljós hvort eða hvenær það verður," sagði Heiðar.
Athugasemdir
banner
banner