Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fim 27. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiðar Máni: Klárlega spennandi tímar framundan
,,Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu''
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Það eru klárlega spennandi tímar framundan, fyrstu vikurnar hafa farið vel af stað og ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Heiðar Máni Hermannsson, leikmaður FH, í dag. Hann var kynntur sem leikmaður FH í dag en hann kemur frá Fylki. Heiðar er fæddur árið 2005 og er á yngsta ári í 2. flokki.

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan

„Þetta tók alls ekki langan tíma, minna en tvær vikur. Það var erfitt að fara frá Fylki, Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu. Ég fékk boð um að koma á æfingar hjá FH, ákvað að grípa tækifærið og leist vel á FH sem félag."

„Ég er ekki viss hvort ég verði með eitthvað hlutverk í meistaraflokki í sumar. Ég er hér til að verða betri og við vonum það besta."
Fjalar Þorgeirsson er markmannsþjálfari FH. „Ég er búinn að læra af Fjalari og mun gera það áfram. Ég þekkti Fjalar ekki áður en ég kom hingað."

Heiðar á að baki þrjá leiki með U17 landsliðinu. „Það hefur gengið frábærlega. Vonandi fáum við leiki í febrúar úti."

Heiðar er sonur Hermanns Albertssonar sem lék með FH á árum áður. Hermann var hluti af Íslandsmeistaraliðum FH áriðn 2005 og 2006. „Það spilar ekkert inni en þetta hefur einhverja þýðingu fyrir hann. Hann hélt sig frá þessu þegar ég var að taka ákvörðun og leyfði mér að sjá um þetta."

Ertu með langtímamarkmið í fótboltanum? „Ég er klárlega að horfa í atvinnumennsku, komast eins langt og hægt er. Það kemur bara í ljós hvort eða hvenær það verður," sagði Heiðar.
Athugasemdir
banner