Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. febrúar 2020 19:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam Örn æfir með Tromsö
Mynd: Adam Örn Arnarson
Adam Örn Arnarson mun á morgun ferðast til Marbella á Spáni og í kjölfarið æfa með norska félaginu Tromsö. Tromsö var á síðustu leiktíð í efstu deild í Noregi en féll um deild fyrir áramót. Liðið leikur því í næstefstu deild á komandi leiktíð.

Adam Örn er samningsbundinn pólska félaginu Gornik Zabrze þar sem hann hefur verið síðasta árið. Hjá Gornik hefur Adam ekki náð að festa sig í sessi og gæti hann samið við Tromsö í næstu viku.

Adam er 24 ára gamall hægri bakvörður sem er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann fór ungur til NEC Nijmegen í Hollandi og þaðan til Nordsjælland í Danmörku. Frá Nordsjælland fór hann svo til Álasunds í Noregi þar sem hann lék í þrjú tímabil áður en hann hélt til Póllands.

Adam lék árið 2017 sinn fyrst og eina A-landsleik til þessa þegar hann kom inn á gegn Mexíkó í æfingaleik.

Á heimasíðu Tromsö kemur fram að Adam muni æfa með Tromsö næstu daga og spila æfingaleik gegn Viking á sunnudag. Lars Petter Andressen, aðstoðarþjálfari Tromsö, sagðist vonast eftir því að Adam muni skrifa undir hjá Tromsö:

„Adam gerði vel síðast þegar hann lék í Noregi. Hann myndi passa vel inn í okkar lið. Við viljum auka breiddina í hægri bakverðinum. Hann kemur til Marbela svo við getum kynnst honum betur og Adam getur kynnst okkur líka. Við vonum að þetta endi með félagaskiptum," sagði Andressen.
Athugasemdir
banner
banner
banner