Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 13:40
Aksentije Milisic
Búið að fjarlægja Toney úr FIFA 23
Mynd: Getty Images

Tölvuleikurinn FIFA 23 hefur fjarlægt Ivan Toney úr leiknum en það var gert í nýjustu uppfærslu leiksins.


Toney var dæmdur í átta mánaða bann á dögunum fyrir brot á veðmálareglum. FIFA gerir þetta eftir að gögn voru opinberuð í dómi Toney en þar kemur fram að Toney hafi verið greindur með spilafíkn og að hann veðjaði þrettán sinnum á að Newcastle myndi tapa, þegar hann var samningsbundinn félaginu. Hann spilaði þó ekki neinn af þeim leikjum sjálfur þar sem hann var á láni hjá Wigan.

Eftir að fréttirnar komu fram sagði Toney á Twitter að hann mun tjá sig um þetta allt saman fljótlega.

Tölvuleikjaspilarar voru fljótir að taka eftir því að Toney væri ekki lengur í leiknum eftir nýjustu uppfærsluna og settu þeir margir hverjir skjáskot á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner