Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 27. júlí 2021 22:08
Anton Freyr Jónsson
Gunnar Magnús: Ég get skrifað undir það
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf vonbrigði að tapa fótboltaleik og kannski fyrst og síðast erfitt og sérstaklega fyrir lið í okkar stöðu að fá mark á sig svona snemma í leiknum og við vildum koma sterkari inn í seinni hálfleikinn en við fáum annað kjaftshögg á okkur þar með marki strax og þetta var alltaf á brattan að sækja."

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Keflavík

Keflavík fær á sig mörk snemma í báðum hálfleikum og var Gunnar spurður afhverju liðið hálfleikina ekki leikinn betur.

„Það var kannski smá færslumiskilningur í gangi sem við vorum búin að leggja svolítið upp með og menn fóru úr stöðum og það opnaðist vængurinn í fyrsta markinu en í hinum tveimur eru bara góð skot utan af velli og mörk breyta leikjum og þau gerðu það svo sannarlega í dag."

Hvað þarf að gerast til þess að Keflvíkingar lyfti sér upp ofar í töflunni?

„Leikurinn okkar hefur bara verið nokkuð góður undanfarið og þetta var kannski síðsti leikurinn okkar undanfarið og þetta hefur svolítið verið stöngin út hjá okkur og við náttúrulega sköpum okkur eigin heppni en betra liðið vann í dag, ég get skrifað undir það."

„Við þurfum bara að halda áfram og berjast fyrir okkar lífi í þessari deild og við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki í góðri stöðu en gerum okkur líka grein fyrir því að það eru nóg af stigum í pottinum og við þurfum bara að fara vinna fótboltaleiki."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner