Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   fim 27. ágúst 2020 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Rosenborg kláraði Blika á fyrsta hálftímanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosenborg 4 - 2 Breiðablik
1-0 Torgeir Borven ('3)
2-0 Tore Reginiussen ('17)
3-0 Even Hovland ('24)
4-0 Torgeir Borven ('30)
4-1 Viktor Karl Einarsson ('60)
4-2 Thomas Mikkelsen ('90, víti)

Breiðablik heimsótti Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar og voru Blikar lentir fjórum mörkum undir eftir hálftíma.

Blikar spiluðu fínan bolta en varnarleikurinn var arfaslakur og nýttu heimamenn í Rosenborg sér það til fulls. Torgeir Borven skoraði tvennu á meðan Tore Reginiussen og Even Hovland bættu sitthvoru markinu við.

Síðari hálfleikur var jafnari og unnu Blikar hann. Viktor Karl Einarsson skoraði á 60. mínútu og minnkaði Tomas Mikkelsen muninn enn frekar undir lokin, en nær komust Blikar ekki og 4-2 sigur Rosenborg niðurstaðan.

Blikar eru því úr leik, rétt eins og Víkingur R. og FH verða von bráðar þar sem bæði lið eru að tapa sínum leikjum sem stendur.

Sjáðu textalýsinguna.
Athugasemdir
banner
banner
banner