Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2020 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Breiðablik náði fram hefndum gegn ÍA
Viktor Karl skoraði tvennu fyrir Blika.
Viktor Karl skoraði tvennu fyrir Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistarar Víkings eru með fullt hús stiga í Riðli 2.
Bikarmeistarar Víkings eru með fullt hús stiga í Riðli 2.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik náði fram hefndum gegn ÍA eftir tap í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins. ÍA vann 5-2 sigur á Blikum í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í janúar, en í kvöld skoruðu Blikar sjö mörk er liðin mættust í Lengjubikarnum.

Blikum tókst að skora þrjú mörk með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiks; Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Því fóru Blikar með 3-0 forystu inn í fyrri hálfleikinn.

Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði munninn fyrir ÍA þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum, en eftir það gengu Blikar á lagið.

Viktor Karl Einarsson skoraði tvisvar og Davíð Ingvarsson og Mikkelsen gerðu sitt markið hvor á síðustu 20 mínútum leiksins. Lokatölur voru 7-1 fyrir Breiðablik.

Leikurinn var í Riðli 1 og í þeim riðli fór annar leikur fram í kvöld þar sem Leiknir R. hafði betur gegn Aftureldingu. Shkelzen Veseli, strákur fæddur 2004, skoraði þar sigurmarkið.

Í Riðli 1 er Breiðablik með fullt hús stiga á toppi riðilsins eftir þrjá leiki. Leiknir er með þrjú stiga eftir tvo leiki og ÍA með þrjú stig eftir þrjá leiki. Afturelding er með eitt stig eftir þrjá leiki í fimmta sætinu. KR og Leiknir Fáskrúðsfirði eru einnig í riðlinum.

Í kvöld mættust einnig Fylkir og Víkingur R. í Árbæ. Þar höfðu Víkingar betur, 2-0, og gerði Óttar Magnús Karlsson bæði mörkin. Víkingur er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á toppi riðilsins og er Fylkir í öðru sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Riðill 1
Leiknir R. 2 - 1 Afturelding
1-0 Bjarki Aðalsteinsson ('15)
1-1 Jason Daði Svanþórsson ('81)
2-1 Shkelzen Veseli ('87)

Breiðablik 7 - 1 ÍA
1-0 Gísli Eyjólfsson ('37)
2-0 Alexander Helgi Sigurðarson ('40)
3-0 Thomas Mikkelsen ('44)
3-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('59)
4-1 Davíð Ingvarsson ('71)
5-1 Viktor Karl Einarsson ('84)
6-1 Thomas Mikkelsen ('85)
7-1 Viktor Karl Einarsson ('90)

Riðill 2
Fylkir 0 - 2 Víkingur R.
0-1 Óttar Magnús Karlsson ('21)
0-2 Óttar Magnús Karlsson ('28, víti)
Athugasemdir
banner
banner