Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   sun 28. maí 2023 11:47
Elvar Geir Magnússon
„Fólki finnst við ekki eiga þetta skilið, og ég skil það“
Thomas Muller með skjöldinn.
Thomas Muller með skjöldinn.
Mynd: EPA
Bayern München vann sinn ellefta Þýskalandsmeistaratitil í röð í dramatískri lokaumferð í gær. Dortmund hefði orðið meistari með sigri gegn Mainz en 2-2 jafntefli opnaði möguleika fyrir Bæjara, sem þeir nýttu sér og unnu 2-1 útisigur gegn Köln.

Jamal Musiala skoraði sigurmark Bayern á 89. mínútu en þessi tvítugi leikmaður skoraði einnig í leiknum þar sem Bayern tryggði sér titilinn í fyrra.

„Þetta er ótrúleg stund; rafmögnuð, alveg brjáluð. Ég vonaðist eftir því að þetta myndi gerast í hreinskilni sagt þá bjóst ég ekki við því," segir Thomas Muller, reynsluboltinn hjá Bayern.

„Við fengum á okkur jöfnunarmark, eins og við höfum verið að gera allt tímabilið. Og þá kemur Musiala með þessi tilþrif og sigurmark."

Bayern München hefur ekki verið sannfærandi á tímabilinu.

„Fólk sem hefur áhuga á fótbolta er með þá tilfinningu að við eigum þetta ekki skilið, og ég get skilið það. Það var mikil óreiða hjá okkur seinni hluta tímabilsins," segir Muller.
Athugasemdir
banner
banner