Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fös 28. júlí 2023 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Birnir talaði ekki við önnur félög á Íslandi - „Stór ákvörðun fyrir mig"
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir fagnar marki í sumar.
Birnir fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er himinlifandi. Það er geggjað að vera búinn að klára þetta, það tók smá tíma en ég er mjög sáttur," segir Birnir Snær Ingason í samtali við Fótbolta.net.

Í dag var það tilkynnt að hann væri búinn að endursemja við Víkinga til ársins 2025.

Birnir Snær gekk til liðs við Víking frá HK árið 2021. Hann hefur blómstrað undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar í sumar og hefur verið einn af betri leikmönnum Bestu deildarinnar.

„Þetta var stór ákvörðun fyrir mig. Ég er að fara að skrifa undir fyrir kannski stærstu árin mín í fótboltanum. Ég var samt alltaf skýr með það að ég vildi vera áfram í Víkingi ef ég væri áfram á Íslandi. Ég er mjög sáttur," segir Birnir.

Það hefur verið fjallað um mikinn áhuga á Birni undanfarið. Það voru sögur þess efnis að Breiðablik hefði sett sig í samband við Víkinga um að fá hann í sínar raðir.

„Ef ég var að fara að skrifa undir á Íslandi þá var það alltaf bara Víkingur. Það er búið að ganga mjög vel. Ég er í rauninni sjálfur ekki búinn að heyra neitt (frá öðrum félögum á Íslandi). Ég sá eitthvað á netinu um daginn en ég vildi alltaf vera áfram í Víkingi," segir Birnir en um áhuga Breiðabliks sagði hann:

„Auðvitað er það flott félag og það gengur vel hjá þeim, en það var auðvelt fyrir mig að framlengja hjá Víkingi. Þegar það gengur svona vel þá kemur ekkert annað til greina."

Þetta er ógeðslega skemmtileg staða
Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar og liðið er í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum. Birnir er spenntur fyrir framhaldinu.

„Þetta er geðveikt. Þetta er í fyrsta skipti þar sem ég er í þessari stöðu... það eina sem maður er með eru tvö föll á bakinu. Maður er reyndar kominn með einn bikarmeistaratitil. Þetta er ógeðslega skemmtileg staða," segir Birnir en hann er búinn að vera einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar.

„Ég er mjög sáttur. Það var kominn tími til að kreista allt út. Það er búinn að vera langur aðdragandi að því. Ég er mjög sáttur með það hvernig hefur gengið hjá mér og hjá liðinu. Það er geggjað."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner