Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 28. ágúst 2021 18:55
Daníel Smári Magnússon
Orri Hjaltalín: Eina sem vantaði var að skora mörk
Lengjudeildin
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Mynd: Raggi Óla
„Ég var bara mjög sáttur við mjög margt í leik minna manna. Eina sem vantaði var að skora mörk og í síðustu leikjum höfum við verið að skapa lítið, en í dag sköpuðum við alveg heilan helling. Ég hreinlega skil ekki hvernig við náðum ekki að skora allavega eitt mark,'' sagði Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, eftir 0-0 jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

Eftir afar erfiða þrautagöngu í undanförnum leikjum að þá ná Þórsarar loksins í stig. Það hefur verið mikið um meiðsli í herbúðum Þórs og Orri brá á það ráð að setja miðvörðinn Birgi Ómar Hlynsson í framherjastöðuna. Það borgaði sig næstum því, þar sem að Birgir var ansi nálægt því að skora fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.

„Það hrjá töluverð meiðsli okkur þessa dagana og við krydduðum aðeins uppá nýju. Settum Bigga uppá topp, hann er nú hafsent að upplagi og vorum svona að hreyfa bæði í taktík og öðru. Mér fannst það bara virka nokkuð vel í dag, eina sem vantaði var bara að skora einhver mörk.''

Þórsarar hafa í raun ekki uppá neitt að spila nema stoltið. Þeir sitja í 10. sæti, níu stigum frá fallsæti.

„Við náttúrulega erum ekkert í felum með það að við viljum vera ofar í töflunni og eigum fjóra leiki eftir. Og það er bara okkar markmið að reyna að klifra upp um einhver sæti,'' sagði Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner
banner