Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   lau 28. ágúst 2021 18:55
Daníel Smári Magnússon
Orri Hjaltalín: Eina sem vantaði var að skora mörk
Lengjudeildin
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Mynd: Raggi Óla
„Ég var bara mjög sáttur við mjög margt í leik minna manna. Eina sem vantaði var að skora mörk og í síðustu leikjum höfum við verið að skapa lítið, en í dag sköpuðum við alveg heilan helling. Ég hreinlega skil ekki hvernig við náðum ekki að skora allavega eitt mark,'' sagði Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, eftir 0-0 jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

Eftir afar erfiða þrautagöngu í undanförnum leikjum að þá ná Þórsarar loksins í stig. Það hefur verið mikið um meiðsli í herbúðum Þórs og Orri brá á það ráð að setja miðvörðinn Birgi Ómar Hlynsson í framherjastöðuna. Það borgaði sig næstum því, þar sem að Birgir var ansi nálægt því að skora fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.

„Það hrjá töluverð meiðsli okkur þessa dagana og við krydduðum aðeins uppá nýju. Settum Bigga uppá topp, hann er nú hafsent að upplagi og vorum svona að hreyfa bæði í taktík og öðru. Mér fannst það bara virka nokkuð vel í dag, eina sem vantaði var bara að skora einhver mörk.''

Þórsarar hafa í raun ekki uppá neitt að spila nema stoltið. Þeir sitja í 10. sæti, níu stigum frá fallsæti.

„Við náttúrulega erum ekkert í felum með það að við viljum vera ofar í töflunni og eigum fjóra leiki eftir. Og það er bara okkar markmið að reyna að klifra upp um einhver sæti,'' sagði Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner
banner