Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   lau 28. ágúst 2021 18:55
Daníel Smári Magnússon
Orri Hjaltalín: Eina sem vantaði var að skora mörk
Lengjudeildin
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Mynd: Raggi Óla
„Ég var bara mjög sáttur við mjög margt í leik minna manna. Eina sem vantaði var að skora mörk og í síðustu leikjum höfum við verið að skapa lítið, en í dag sköpuðum við alveg heilan helling. Ég hreinlega skil ekki hvernig við náðum ekki að skora allavega eitt mark,'' sagði Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, eftir 0-0 jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

Eftir afar erfiða þrautagöngu í undanförnum leikjum að þá ná Þórsarar loksins í stig. Það hefur verið mikið um meiðsli í herbúðum Þórs og Orri brá á það ráð að setja miðvörðinn Birgi Ómar Hlynsson í framherjastöðuna. Það borgaði sig næstum því, þar sem að Birgir var ansi nálægt því að skora fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.

„Það hrjá töluverð meiðsli okkur þessa dagana og við krydduðum aðeins uppá nýju. Settum Bigga uppá topp, hann er nú hafsent að upplagi og vorum svona að hreyfa bæði í taktík og öðru. Mér fannst það bara virka nokkuð vel í dag, eina sem vantaði var bara að skora einhver mörk.''

Þórsarar hafa í raun ekki uppá neitt að spila nema stoltið. Þeir sitja í 10. sæti, níu stigum frá fallsæti.

„Við náttúrulega erum ekkert í felum með það að við viljum vera ofar í töflunni og eigum fjóra leiki eftir. Og það er bara okkar markmið að reyna að klifra upp um einhver sæti,'' sagði Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner
banner
banner