Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 28. ágúst 2021 18:55
Daníel Smári Magnússon
Orri Hjaltalín: Eina sem vantaði var að skora mörk
Lengjudeildin
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Mynd: Raggi Óla
„Ég var bara mjög sáttur við mjög margt í leik minna manna. Eina sem vantaði var að skora mörk og í síðustu leikjum höfum við verið að skapa lítið, en í dag sköpuðum við alveg heilan helling. Ég hreinlega skil ekki hvernig við náðum ekki að skora allavega eitt mark,'' sagði Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, eftir 0-0 jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

Eftir afar erfiða þrautagöngu í undanförnum leikjum að þá ná Þórsarar loksins í stig. Það hefur verið mikið um meiðsli í herbúðum Þórs og Orri brá á það ráð að setja miðvörðinn Birgi Ómar Hlynsson í framherjastöðuna. Það borgaði sig næstum því, þar sem að Birgir var ansi nálægt því að skora fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.

„Það hrjá töluverð meiðsli okkur þessa dagana og við krydduðum aðeins uppá nýju. Settum Bigga uppá topp, hann er nú hafsent að upplagi og vorum svona að hreyfa bæði í taktík og öðru. Mér fannst það bara virka nokkuð vel í dag, eina sem vantaði var bara að skora einhver mörk.''

Þórsarar hafa í raun ekki uppá neitt að spila nema stoltið. Þeir sitja í 10. sæti, níu stigum frá fallsæti.

„Við náttúrulega erum ekkert í felum með það að við viljum vera ofar í töflunni og eigum fjóra leiki eftir. Og það er bara okkar markmið að reyna að klifra upp um einhver sæti,'' sagði Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir