
„Þetta er svekkelsi. Mér fannst við næstum því gera allt sem til þurfti til að vinna hérna í dag. Það er sárt að ná því ekki," sagði Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Vals, eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.
Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.
Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.
Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 - 0 Valur
„Við hefðum viljað fá betri úrslit í fyrri leiknum. Mér fannst við spila þannig að við áttum eitthvað skilið úr þeim leik, en við hefðum þá bara átt að klára þetta í dag."
„Við fengum færi til að skora í dag og þetta er svekkjandi."
Það er búið að vera mikið álag á Valsliðinu upp á síðkastið en þær voru að spila sinn þriðja leik á sjö dögum. Tímabilið er að klárast, það er einn leikur eftir.
„Við vorum orðnar þreyttar - ég ætla ekki að neita því - enda búið að vera mikið álag. En við eigum að geta krafsað okkur í gegnum það," sagði Lára.
Vallaraðstæður í Tékklandi voru ekki upp á marga fiska eins og lesa má um hérna.
„Þetta er ekki spes völlur. Mér finnst þetta smá sérstakt að spila hérna í þessum stóra leik. Við tökum þessu bara. Þetta kemur samt ekki úrslitunum við, við áttum að ná þessu marki inn."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Lára meira um tímabilið hjá Val.
Athugasemdir