Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 28. september 2022 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lára Kristín svekkt: Sérstakt að spila hérna í þessum stóra leik
Kvenaboltinn
Lára í leiknum í dag.
Lára í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er svekkelsi. Mér fannst við næstum því gera allt sem til þurfti til að vinna hérna í dag. Það er sárt að ná því ekki," sagði Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Vals, eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.

Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.

Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 -  0 Valur

„Við hefðum viljað fá betri úrslit í fyrri leiknum. Mér fannst við spila þannig að við áttum eitthvað skilið úr þeim leik, en við hefðum þá bara átt að klára þetta í dag."

„Við fengum færi til að skora í dag og þetta er svekkjandi."

Það er búið að vera mikið álag á Valsliðinu upp á síðkastið en þær voru að spila sinn þriðja leik á sjö dögum. Tímabilið er að klárast, það er einn leikur eftir.

„Við vorum orðnar þreyttar - ég ætla ekki að neita því - enda búið að vera mikið álag. En við eigum að geta krafsað okkur í gegnum það," sagði Lára.

Vallaraðstæður í Tékklandi voru ekki upp á marga fiska eins og lesa má um hérna.

„Þetta er ekki spes völlur. Mér finnst þetta smá sérstakt að spila hérna í þessum stóra leik. Við tökum þessu bara. Þetta kemur samt ekki úrslitunum við, við áttum að ná þessu marki inn."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Lára meira um tímabilið hjá Val.
Athugasemdir
banner