Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 28. nóvember 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Meiðslalisti Real Madrid lengist
Eduardo Camavinga er kominn á meiðslalistann.
Eduardo Camavinga er kominn á meiðslalistann.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Eduardo Camavinga neyddist til að fara af velli í seinni hálfleik þegar Real Madrid tapaði gegn Liverpool á Anfield í gær.

Camavinga var frá í tvo mánuði í byrjun tímabils og nú verður hann frá í tvæ til þrjár vikur samkvæmt spænskum fjölmiðlum.

Hann meiddist aftan í læri og bætist á meiðslalista Real Madrid þar sem fyrir voru Dani Carvajal, Eder Militao, David Alaba, Aurelien Tchouameni, Rodrygo Goes og Vinicius Junior.

Aurélien Tchouameni kemur líklega inn í liðið í stað Camavinga á sunnudaginn þegar Madrídarliðið mætir Getafe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner