Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 29. maí 2023 22:16
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar
Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er sáttur, ég held að flest lið myndu vera það með síðustu tvo leiki hjá okkur að halda hreinu á móti bæði Val og svo Breiðablik hérna heima. Þetta er tvö af þremur bestu liðunum held ég og rosa gæði í þessum liðum.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir markalaust jafntefli Keflavíkur og Breiðabliks í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

Keflavík sem fyrir leikinn gegn Val hafði tapað fjorum leikjum í röð hefur líkt og Siggi segir nú haldið hreinu og fengið stig út úr viðureignum sínum við tvö af þremur efstu liðum deildarinnar. Varnarleikurinn sem var til vandræða framan af móti hefur verið að þettast og mikil vinna verið lögð í.

„Það er klárt að við þurftum að þjappa okkur saman varnarlega og fara að spila betur saman sem lið. Það finnst mér hafa verið einkennandi fyrir Keflavíkurliðið í síðustu tveimur leikjum að við höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar og verið að benda hvern á annan fyrir mistökin sem gerast heldur bara standa saman. “

Hefur gagnrýni fjölmiðla sem höfðu miklar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins kannski nýst Sigga Ragga í að kveikja í mannskapnum?

„Já já, maður les allar fréttir svona með öðru auganu og það er sannleikskorn í mörgu sem er sagt. Auðvitað á maður alltaf að geta tekið gagnrýni til sín bæði sem þjálfari og leikmaður. Við reynum alltaf að gera betur og læra af mistökum sem við gerum og erum að móta nýtt lið.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir