Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 29. maí 2023 22:16
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar
Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Brúnin á Sigga Ragga er líklega farin að lyftast aðeins eftir síðustu tvo leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er sáttur, ég held að flest lið myndu vera það með síðustu tvo leiki hjá okkur að halda hreinu á móti bæði Val og svo Breiðablik hérna heima. Þetta er tvö af þremur bestu liðunum held ég og rosa gæði í þessum liðum.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir markalaust jafntefli Keflavíkur og Breiðabliks í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

Keflavík sem fyrir leikinn gegn Val hafði tapað fjorum leikjum í röð hefur líkt og Siggi segir nú haldið hreinu og fengið stig út úr viðureignum sínum við tvö af þremur efstu liðum deildarinnar. Varnarleikurinn sem var til vandræða framan af móti hefur verið að þettast og mikil vinna verið lögð í.

„Það er klárt að við þurftum að þjappa okkur saman varnarlega og fara að spila betur saman sem lið. Það finnst mér hafa verið einkennandi fyrir Keflavíkurliðið í síðustu tveimur leikjum að við höfum spilað saman sem lið en ekki einstaklingar og verið að benda hvern á annan fyrir mistökin sem gerast heldur bara standa saman. “

Hefur gagnrýni fjölmiðla sem höfðu miklar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins kannski nýst Sigga Ragga í að kveikja í mannskapnum?

„Já já, maður les allar fréttir svona með öðru auganu og það er sannleikskorn í mörgu sem er sagt. Auðvitað á maður alltaf að geta tekið gagnrýni til sín bæði sem þjálfari og leikmaður. Við reynum alltaf að gera betur og læra af mistökum sem við gerum og erum að móta nýtt lið.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner