Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ískalt á toppnum"
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er klárt að lið sem verður meistari í hvaða deild sem er þarf heppni með sér'
'Það er klárt að lið sem verður meistari í hvaða deild sem er þarf heppni með sér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric, sóknarmaður Víkings, og vítapsyrnudómurinn á Akranesi er heitasta umræðuefnið í dag. Danijel féll við í teignum, Víkingur fékk víti og Marko Vardic rauða spjaldið. Helgi Guðjónsson skoraði úr vítinu og urðu lokatölurnar 0-1 fyrir Víkingi á Akranesvelli.

Vardic virðist ekki gera mikið en Danijel dettur og dómarinn, Erlendur Eiríksson, dæmdi víti. Danijel hefur verið kallaður svindlari og Víkingar fengið að heyra að stórir dómar falli með þeim.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var í viðtali hér á Fótbolti.net í aðdraganda stórleiksins gegn Breiðabliki.

Hvað finnst Arnari um umræðuna?

„Ég skil alveg alla þessa umræðu um Víkinga og þess háttar. Það er ískalt á toppnum, það er ekkert flóknara en það. Ég hef alveg gaman af umræðunni að vissu leyti."

„Fyrir mitt leyti er það aldrei heppnasta liðið sem verður Íslandsmeistari, það er bara ekki séns, það er besta liðið sem verður meistari. Það er klárt að lið sem verður meistari í hvaða deild sem er þarf heppni með sér. Eins og einhver góður golfari sagði einhvern tímann: „Því meira sem þú æfir þig, því heppnari verðuru." Þú vinnur þér inn ákveðna heppni. Það er hægt að finna atvik hjá öllum liðum í deildinni þar sem menn fá eitthvað með og á móti sér."


Enginn ásetningur um svindl
„Hvað varðar þetta atvik, þá fær Danijel stundum atvik með sér og stundum atvik á móti sér. Hann er týpa sem andstæðingarnir elska að hata en ég trúi því að liðsfélagarnir dýrki hann sem og okkar stuðningsmenn. Ef þú rýnir í þetta atvik alveg í þaula þá er klárlega enginn ásetningur um eitthvað svindl eða þess háttar."

„Hann verður vel gíraður á Kópavogsvelli á morgun, ég get lofað þér því. Hann á það til að eiga góða leiki á móti Blikunum kallinn,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner