Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   mið 29. maí 2024 15:21
Elvar Geir Magnússon
Kompany orðinn stjóri Bayern München (Staðfest)
Kompany krotar undir.
Kompany krotar undir.
Mynd: Bayern München
Vincent Kompany hefur skrifað undir þriggja ára samning sem stjóri Bayern München. Þessi 38 ára Belgi tekur við af Thomas Tuchel og lætur af störfum hjá Burnley eftir að félögin komust að samkomulagi um bótagreiðslur upp á 10 milljónir punda.

Kompany vann Championship-deildina með Burnley 2023 en liðið endaði svo í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili og féll úr deildinni.

„Það er mikill heiður að fá að vinna fyrir þetta félag. FC Bayern er stofnun í alþjóðlegum fótbolta," segir þessi fyrrum varnarmaður Manchester City sem lagði skóna á hilluna 2022. Hann stýrði Anderlecht áður en hann tók við Burnley.

Pep Guardiola, fyrrum stjóri Bayern, gaf Kompany sín bestu meðmæli og er talið að það hafi vegið þungt í þeirri ákvörðun þýska félagsins að ráða hann. Síðasta tímabil var mikil vonbrigði fyrir Bayern en liðið hafnaði í þriðja sæti Bundesligunnar.

Fjórir sögðu nei
Kompany var alls ekki fyrstur á blaði hjá Bayern en Xabi Alonso stjóri Bayer Leverkusen, Julian Nagelsmann landsliðsþjálfari Þýskalands og Ralf Rangnick landsliðsþjálfari Austurríki höfðu allir hafnað félaginu. Þá reyndi félagið árangurslaust að fá Tuchel til að halda áfram.

„Vincent Kompany passar vel inn í hugmyndafræði og einkenni FC Bayern. Hann er ungur og mjög metnaðarfullur þjálfari sem hefur mikla alþjóðlega reynslu. Hann er með puttann á púlsinum á leikmönnum og veit nákvæmlega hvers er krafist inni á vellinum," segir Christoph Freund, íþróttastjóri Bayern.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 31 23 6 2 90 29 +61 75
2 Leverkusen 31 19 10 2 66 35 +31 67
3 Eintracht Frankfurt 31 16 7 8 62 42 +20 55
4 Freiburg 31 15 6 10 44 47 -3 51
5 RB Leipzig 31 13 10 8 48 42 +6 49
6 Dortmund 31 14 6 11 60 49 +11 48
7 Mainz 31 13 8 10 48 39 +9 47
8 Werder 31 13 7 11 48 54 -6 46
9 Gladbach 31 13 5 13 51 50 +1 44
10 Augsburg 31 11 10 10 33 42 -9 43
11 Stuttgart 31 11 8 12 56 51 +5 41
12 Wolfsburg 31 10 9 12 53 48 +5 39
13 Union Berlin 31 9 9 13 31 45 -14 36
14 St. Pauli 31 8 7 16 26 36 -10 31
15 Hoffenheim 31 7 9 15 40 58 -18 30
16 Heidenheim 31 7 4 20 33 60 -27 25
17 Holstein Kiel 31 5 7 19 45 74 -29 22
18 Bochum 31 5 6 20 30 63 -33 21
Athugasemdir
banner