Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 29. september 2020 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Beitir dæmdur í eins leiks bann
Beitir fékk rautt gegn Fylki.
Beitir fékk rautt gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ hefur kveðið upp dóm sinn í umtalaðsta máli síðustu daga hér á landi.

Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald og dæmda á sig vítaspyrnu undir lok leiks gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni um síðustu helgi. Beitir sló til Ólafs Inga Skúlasonar, miðjumanns Fylkis, sem féll í jörðina.

Fylkir skoraði úr vítaspyrnunni og vann leikinn 2-1.

„Mín upplifun er bara þannig að boltinn kemur fyrir og ég held að einhver nái að snerta hann áður en Beitir grípur, mín hugmynd var bara að reyna að trufla hann í útkastinu svo að þeir færu ekki hratt upp völlinn, ég lendi svona fyrir aftan hann og er að reyna að trufla hann í bakinu og hann kastar boltanum út og svo rekur hann bara olnbogann í andlitið á mér, beint í nefið og ég held að það sé alveg á hreinu að þetta sé ekki eðlileg hreyfing hjá honum," sagði Ólafur Ingi um atvikið.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var harðorður í garð Ólafs Inga. „Þeir fá bara gefins rautt spjald og víti sem er algjört kjaftæði, þetta er bara fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inná vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður. Hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti sem er löngu búinn að kasta boltanum út og þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta."

Aganefnd KSÍ hefur úrskurðað Beiti í eins leiks bann og verður hann í banni gegn Víkingum næsta fimmtudag.

Guðmann Þórisson og Ragnar Bragi Sveinsson voru úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna þess voru báðir að fá sína aðra brottvísun á tímabilinu. Guðmann er nú þegar búinn að taka einn leik út í banni.

Davíð Ingvarsson og Valgeir Lunddal fengu báðir einn leik í bann fyrir rauðu spjöldin sem þeir fengu í leik Breiðabliks og Vals.

Þá fengu þeir Andri Rafn Yeoman (Breiðablik), Baldur Sigurðsson (FH), Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir), Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir), Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir), Sam Hewson (Fylkir), Óskar Jónsson (Grótta), Stefán Teitur Þórðarson (ÍA), Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA), Arnþór Ingi Kristinsson (KR), Pablo Punyed (KR), Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan) og Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) eins leiks bann fyrir fjögur gul spjöld. Leikbann þeirra hefst næsta föstudag.
Athugasemdir
banner
banner