Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   þri 29. september 2020 19:13
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Gerðum ákveðnar breytingar í seinni hálfleik
Lengjudeildin
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er helvíti góð. Við byrjuðum ekkert svakalega vel en gerðum ákveðnar breytingar í seinni hálfleik sem að og þá gengum við frá leiknum svona nokkuð þægilega fannst mér.“ Sagði Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur um tilfinninguna eftir 3-1 sigur Keflavíkur á ÍBV á Nettóvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

Keflvíkingar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og gekk illa að halda boltanum á köflum ásamt því að sendingar voru ekki að skila sér rétta leið.

„Það var ein sending sem fór frekar illa útaf hjá mér. En við lögðum áherslu á ákveðin atriði sem við löguðum og gerðum ákveðnar breytingar sem að skiluðu okkur þessum þremur stigum.“

Keflavík missti mann af velli þegar Ari Steinn Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 78.mínútu. Það virtist þó lítil áhrif hafa á Keflavíkurliðið sem spilaði af yfirvegun og aga og sigldi 3 stigum í hús.

„Þetta var í rauninni þægilegt eftir að við misstum mann af velli. Við fórum niður í skotgrafirnar og héldum bara út.“

Frans var meðal markaskorara í dag en hann gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur úr vítaspyrnu á 64. mínútu leiksins. Joey Gibbs hafði fyrr í leiknum misotað vítaspyrnu og því klúðrar tveimur vítaspyrnum í röð. Fær Gibbs nokkuð að taka fleiri víti?

„Jú jú hann tekur vítin í næsta leik.“

Sagði glaðbeittur Frans að lokum en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner