Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 30. maí 2024 21:33
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Ansi margt sem ég hefði getað gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 5-1 gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Stjarnan

„Mér fannst eftir að þeir komust yfir, þá fannst mér við bara off. Mér fannst leikurinn jafn fram að því, kannski aðeins kafla skiptur. Þeir byrja aðeins betur en svo komumst við bara inn í þetta og mér fannst vera fullt af plássi og tíma til að komast í góðar stöður. En heilt yfir bara svolítið off dagur hjá okkur og þegar þeir eiga skarpan dag, þá er þetta bara erfitt."

Leikurinn var mjög jafn fram að fyrsta markinu en Stjörnuliðið sá eiginlega bara ekki til sólar eftir það. Hvað er það sem veldur því?

„Ég held það sé bara að þeir eru gott lið og gerðu vel. Þetta var bara vel upplagður leikur. Mér fannst við bara vera svolítið off, það er bara auðvitað súrt að á þannig degi að vera fá á sig 5 mörk, það er algjör óþarfi. Við erum bara í þessu saman og það er ansi margt sem ég hefði getað gert betur, kannski helst þar. Mér fannst menn leggja mikið í þetta, og þeir sem koma inn koma af krafti en bara of mörg mörk á okkur."

Jökull gerir fjórfalda breytingu á liði sínu á 60. mínútu en hann segist ekki hafa gert það vegna þess að hann hafi verið óánægður með þá leikmenn sem fóru útaf.

„Við ræddum um þetta í hálfleik að það væri stutt í skiptingar og að við myndum þurfa orku fljótlega. Þannig þetta var bara hluti af því og það var ástæðan fyrir því að allir á bekknum komu með inn í hálfleikinn og voru með fókus. Þannig að við vissum að við þyrftum að skipta fljótlega, það er bara þannig. Það er stutt á milli leikja núna, það er stutt í næsta leik og menn þurfa bara að vera klárir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner