banner
   mið 30. júní 2021 18:00
Fótbolti.net
Þrír bestu sóknarmennirnir í Lengjudeildinni
Lengjudeildin
Pétur Theodór Árnason.
Pétur Theodór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn valdi Úlfur Blandon þrjá bestu sóknarmenn Lengjudeildarinnar.

Áður hafa verið valdir bestu markverðir, varnarmenn og miðjumenn deildarinnar.

Sjá einnig:
Þrír bestu miðjumennirnir í Lengjudeildinni
Þrír bestu varnarmennirnir í Lengjudeildinni
Þrír bestu markverðirnir í Lengjudeildinni

3. Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Hann hefur feikilega mikinn hraða og hefur gert mörgum varnarmönnum skráveifu. Hann hefur gengið í gengum endurnýjun lífdaga, hann er nánast risinn upp frá dauðum. Hann verður að fá kredit fyrir að vera núna þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.

2. Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
Hann er ótrúlega vinnusamur og duglegur. Það hefur skilað sér í því að hann er farinn að skora fleiri mörk. Það er ákveðin rómantík í kringum hann og þessi dugnaður fleytir honum áfram. Þú veist að þú færð 100% framlag frá honum og það hefur uppskorið sjö mörk. Það er verðskuldað að hann sé í öðru sæti á þessum lista.

Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Auðvitað er Pétur í þess efsta sæti. Ótrúlegur markaskorari á síðustu árum. Kann manna best í deildinni að skora, kominn með tíu mörk. Ótrúlega naskur fyrir framan markið, hann er með góðan fót, góðar staðsetningar og rosalega öflugur í föstum leikatriðum.
Útvarpsþátturinn - Pepsi Max og Lengjan með Úlfi
Athugasemdir
banner
banner
banner