Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 30. júní 2022 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Richarlison stóðst læknisskoðun hjá Tottenham

Sky Sports greinir frá því að brasilíski framherjinn Richarlison sé búinn að standast læknisskoðun hjá Tottenham.


Tottenham borgar um það bil 60 milljónir punda fyrir Richarlison sem mun fullkomna þegar stórhættulega sóknarlínu undir stjórn Antonio Conte.

Richarlison er 25 ára gamall og á 53 mörk í 152 leikjum með Everton auk þess að hafa gert 14 mörk í 36 landsleikjum með Brasilíu.

Búist er við að Tottenham staðfesti félagaskiptin í kvöld, á morgun eða í síðasta lagi um helgina.


Athugasemdir
banner