Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fös 30. september 2016 18:34
Magnús Már Einarsson
Guðjón Bjarni: Erlendu leikmennirnir bregðast okkur
Kvenaboltinn
Selfoss féll úr Pepsi-deildinni í kvöld.
Selfoss féll úr Pepsi-deildinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Fram að rauða spjaldinu hjá okkur var leikurinn að spilast eins og við vildum að hann myndi spilast," sagði Guðjón Bjarni Hálfdánarson, þjálfari Selfyssinga, eftir markalaust jafntefli gegn Fylki í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Selfoss

Sharla Passariello fékk rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik fyrir að sparka í Ruth Þórðar. Það reyndist dýrkeypt fyrir Selfoss.

„Rauða spjaldið á rétt á sér. Hún sparkar í hana. Það verður að taka það fram að Ruth og Eva (Núra Abrahamsdóttir) voru búnar að vera með olnbogaskot, fylgja fast á eftir og bomba í okkar leikmenn. Ég er ekki að réttlæta hegðunina hjá mínum leikmanni en dómararnir eiga að grípa inn í þetta fyrr. Þeir hleypa leiknum upp og gera það að verkum að þetta gerist."

Selfoss skoraði 18 mörk í sumar en Guðjón var ósáttur með sóknarleikinn á tímabilinu. „Við höfum ekki verið að klára færin í sumar og það er valdur af þessu í dag."

„Það sem er mest svekkjandi við þetta tímabil er að hópurinn er lítill og erlendu leikmennirnir eru að bregðast okkur, sérstaklega hér í dag. Við gripum of seint inn í það. Ef við horfum á seinni umferðina þá er ekki að koma mikið framlag frá þeim."

Selfoss lék síðast í 1. deildinni árið 2011 en Guðjón segir að liðið muni ekk stoppa lengi þar núna. „Við horfum björtum augum á framhaldið. Selfoss er flottur klúbbur og það er gott starf unnið þar. Kjarninn í liðinu hefur mikinn eldmóð fyrir félaginu. Við horfum í það að þetta lið verði fljótt að rífa sig upp úr þessu mótlæti og gera það vel. Þið sjáið Selfoss fljótlega aftur í Pepsi-deildinni."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner