Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 30. september 2020 20:18
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: ÍH rústaði Kormáki/Hvöt
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍH 7 - 1 Kormákur/Hvöt (8-2 samanlagt)
1-0 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('9)
2-0 Andri Þór Sólbergsson ('11)
3-0 Andri Þór Sólbergsson ('35)
4-0 Pétur Hrafn Friðriksson ('56)
5-0 Pétur Hrafn Friðriksson ('61)
5-1 Hilmar Þór Kárason ('70)
6-1 Bergþór Snær Gunnarsson ('81)
7-1 Bergþór Snær Gunnarsson ('87)

ÍH er búið að tryggja sér sæti í 3. deildinni á næsta ári eftir stórsigur gegn Kormáki/Hvöt í úrslitaleik um síðasta lausa sætið.

Liðin skildu jöfn 1-1 í fyrri leiknum en í dag áttu Hafnfirðingar heimaleik og létu heldur betur finna fyrir sér.

Andri Þór Sólbergsson, Pétur Hrafn Friðriksson og Bergþór Snær Gunnarsson skoruðu allir tvennur í stórsigri heimamanna.

ÍH er því farið upp ásamt KFS, sem sigraði Hamar fyrr í dag.

Liðin voru saman í ansi jöfnum A-riðli í sumar. KFS vann riðilinn og endaði ÍH í öðru sæti, með 29 stig eftir 14 umferðir.

Það mátti litlu muna að ÍH kæmist ekki í úrslitakeppnina þar sem liðið endaði aðeins einu stigi fyrir ofan Ými eftir gríðarlega spennandi lokahnykk á riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner