Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 30. september 2022 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Marsch vonast til að missa ekki Victor Orta til Chelsea
Mynd: EPA

Jesse Marsch, bandarískur knattspyrnustjóri Leeds United, vonast til að missa ekki Victor Orta frá félaginu og til Chelsea sem er að leita sér að nýjum yfirmanni íþróttamála.


Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, tók að sér að vera yfirmaður íþróttamála í sumar en leitar nú að manni til að ráða í starfið. Sá maður mun starfa samhliða Graham Potter, sem var ráðinn á dögunum sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir þrjú ár hjá Brighton.

Orta er yfirmaður íþróttamála hjá Leeds og hefur verið orðaður við skipti til Chelsea.

„Það kemur mér ekki á óvart að hann sé orðaður við þessa stöðu. Ég vona að hann verði áfram hérna hjá okkur," sagði Marsch.

„Ég veit fyrir víst að honum líður mjög vel hérna og að samstarfið okkar gæti ekki verið betra."


Athugasemdir
banner
banner
banner