FH mætti í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í dag. Leikar enduðu 3-1 fyrir Breiðablik. Guðni Eiríksson þjálfari FH mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 FH
„Mér fannst leikurinn í jafnvægi allt þar til að Blikar skora þriðja markið. Mér fannst þá botninn fara úr þessu hjá okkur".
FH er án sigurs í úrslitakeppni Bestu-deildarinnar
„ Mér finnst þetta vera slakasta frammistaðan í úrslitakeppninni. Við höfum verið inn í öllum leikjunum, þó þeir hafi ekki fallið með okkur þá hefðu þeir getað það. Stundum er þetta stöngin inn og stundum stöngin út, þetta er búið að vera stöngin út í þessari úrslitakeppni."
Shaina Ashouri var borin af velli undir lok fyrri hálfleiks.
„Þetta leit ekki vel út. Hennar fyrstu viðbrögð voru að hún hafi ökklabrotnað. Hún er á spítalanum núna, það er verið að skoða hana. Ég vona innilega að þetta sé ekki alvarlegt, en það gæti verið að hún sé brotin hreinlega."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir