Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 30. september 2023 17:46
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Höfum tekið skref á hverju ári
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er vonsvikinn með hvernig þetta endaði. Við byrjuðum með smá skjálfta og Íris þurfti einu sinni að verja vel en við unnum okkur inn í leikinn og taktíkinn gekk vel og við sýndum sjálfstraust og trú
og áttum skilið að vinna"
Segir Nik Chamberlain þjálfari Þróttar eftir jafntefli gegn Val.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Valur

Nik var alls ekki sáttur með Arnar Inga Ingvarsson dómara leiksins.

„Ég er ekki sáttur dómarann. Hann leyfir leiknum að halda áfram meðan það eru höfuðmeiðsli og það er ekkert samræmi í því."

Þróttarar fengu á sig klaufalegt jöfnunarmark undir lok leiks sem fór endanlega með möguleika liðsins í Evrópubaráttunni.

„Þetta var svekkjandi mark að fá sig og þá sérstaklega því þetta tekur okkur út úr baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ég ánægður að við vorum í baráttunni allt tímabilið og ég er stoltur, ég sagði stelpunum það eftir leik".

„Við getum náð þessu á næsta ári. Við höfum tekið skref á hverju ári. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum inn í tímabil og vitum að við getum unnið alla og við höfum gert það. Framtíðin er ansi björt hér."

Athugasemdir
banner
banner