Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   mán 30. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir það áhyggjuefni að Mainoo hafi þurft að fara af velli
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo, leikmaður Manchester United, gat ekki klárað fyrri hálfleikinn í 3-0 tapi liðsins gegn Tottenham Hotspur í gær vegna meiðsla.

Englendingurinn hefur verið einn af ljósu punktunum í liði United síðasta árið.

Hann vann sér sæti í byrjunarliðinu á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að vinna enska bikarinn. Frammistaða hans skilaði honum sæti í enska landsliðinu sem komst í úrslit Evrópumótsins í sumar.

Stuttu eftir að Bruno Fernandes fékk að líta rauða spjaldið gegn Tottenham, þá meiddist Mainoo og þurfti að fara af velli, en Ten Hag segir meiðslin vera áhyggjuefni.

„Það er ekki mikið sem ég get sagt. Ég verð að komast að því af hvaða toga meiðslin eru, en það er vissulega áhyggjuefni þegar að leikmaður þarf að fara af velli í fyrri hálfleik,“ sagði Ten Hag.

Mason Mount kom inn í stað Mainoo, en hann þurfti líka að fara af velli seinna leiknum. Mount fékk þungt höfuðhögg, en hann verður skoðaður næstu daga.

Næsti leikur Man Utd er á fimmtudag en þá mætir liðið Porto í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner