Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fim 30. nóvember 2023 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Onana óttast að missa byrjunarliðssætið
André Onana
André Onana
Mynd: Getty Images
André Onana, markvörður Manchester United og kamerúnska landsliðsins, óttast það að missa byrjunarliðssæti sitt hjá United ef hann ákveður að fara á Afríkumótið í janúar.

Fyrsta tímabil Onana hjá United hefur einkennst af miklum vonbrigðum til þessa.

Hann hefur kostað liðið á ögurstundu og nú síðast í gær er United gerði 3-3 jafntefli við Galatasaray, en hann átt að gera betur að minnsta kost tveimur af þremur mörkum liðsins.

Í janúar hefst Afríkumótið og er búist við því að Onana verði í kamerúnska landsliðshópnum. Ef hann fer með liðinu í mótið mun hann missa af sex leikjum með United og kemur þá tyrkneski markvörðurinn Altay Bayindir inn í hans stað.

Óttast Onana því að missa byrjunarliðssætið alfarið ef hann ákveður að fara á mótið. Þetta kemur fram í Manchester Evening News.

„Við erum rosalega ánægðir með Altay. Hann mun venjast ensku úrvalsdeildinni og Evrópuboltanum, sem er auðvitað erfitt þegar þú kemur frá Tyrklandi, en við erum ánægðir með ferlið. Hann er að standa sig vel. Hann verður að vera þolinmóður og ef hann heldur áfram að leggja sig fram þá mun hann fá tækifærið og verður þá að nýta það,“ sagði Erik ten Hag, stjóri United, á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner