Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 31. maí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Grótta vann á Dalvík - Þróttur rúllaði yfir Víking
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hin bráðefnilega Linda Líf skoraði fyrsta mark Þróttar.
Hin bráðefnilega Linda Líf skoraði fyrsta mark Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn vantar úrslit og markaskorara úr nokkrum æfingaleikjum sem fóru fram í gær.

Upplýsingar hafa borist úr þremur leikjum þar sem Grótta lagði Dalvík/Reyni á útivelli.

Seltirningar eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni á meðan Dalvík/Reynir leikur í 2. deildinni.

Grótta vann leikinn 1-2 en upplýsingar um markaskorara hafa ekki borist. Númi Kárason gerði eina mark Dalvíkinga í leiknum.

Dalvík/Reynir 1 - 2 Grótta
Númi Kárason (dalvík)

Á flúðum hafði Knattspyrnufélagið Miðbærinn betur gegn Uppsveitum en Jón Óskar Jóhannesson gerði eina mark Hrunamanna í leiknum.

Uppsveitir 1 - 2 KM
Jón Óskar Jóhannesson (Uppsveitir)

Í kvennaboltanum átti Þróttur R. leik við Víking R. í Laugardalnum. Þróttarar rúlluðu yfir Víkinga með fjórum mörkum gegn einu.

Þróttur komst upp í Pepsi Max-deildina í fyrra á meðan Víkingur R. mun spila sitt fyrsta tímabil í Lengjudeildinni eftir að átján ára samstarf við HK var leyst upp.

Þróttur R. 4 - 1 Víkingur R.
1-0 Linda Lif Boama
1-1 Markaskorara vantar
2-1 Stephanie Riberio
3-1 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
4-1 Margret Sveinsdottir

Við óskum eftir upplýsingum um alla æfingaleiki í gegnum tölvupóst á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner
banner