fös 03. nóvember 2017 14:33
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Húðflúr var fært af hendi Cazorla yfir á ökklann
Hér má sjá hvernig hluti af húð Cazorla á vinstri handlegg var færður yfir á hægri fótinn.
Hér má sjá hvernig hluti af húð Cazorla á vinstri handlegg var færður yfir á hægri fótinn.
Mynd: Marca
Eins og við sögðum frá í morgun var Santi Cazorla, leikmaður Arsenal, nálægt því að missa fótinn í kjölfarið á aðgerð.

Cazorla fékk sýkingu í fótinn og segja læknar að hann sé heppinn að geta gengið eftir það sem gerðist.

Meðfylgjandi mynd er úr spænska blaðinu Marca þar sem sést hvernig skinn var tekið af hægri handlegg hans og grætt á ökklann.

Á skinninu er hluti af húðflúri sem Cazorla lét setja á sig með nafni dóttur sinnar.

Cazorla er 32 ára en þessi hæfileikaríki leikmaður hefur ekkert getað spilað fyrir Arsenal síðan í október í fyrra. Þrátt fyrir allt þetta er líklegt að Cazorla snúi aftur úr meiðslum snemma á næsta ári og klári tímabilið með sínum mönnum sem eru í Meistaradeildarbaráttu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner