Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. júlí 2018 13:19
Elvar Geir Magnússon
Tilboði frá Rússlandi í Hjört Hermannsson hafnað
Hjörtur er 23 ára gamall.
Hjörtur er 23 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið Bröndby fékk fyrr í þessum mánuði tilboð frá rússnesku félagi í íslenska varnarmanninn Hjört Hermannsson.

Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Troels Bech, yfirmanni fótboltamála hjá Bröndby og segir hann að félagið hafi haft mikinn áhuga á að fá Hjört í sínar raðir.

„Við ræddum við Hjört um þennan áhuga en ákváðum í sameiningu að þetta væri ekki rétti tíminn eða rétta félagið fyrir hann á þessum tímapunkti," segir Bech.

Sjálfur segir Hjörtur að rússneska deildin sé að mörgu leyti spennandi deild til að spila í en nú væri rétt á hans ferli að einbeita sér að því að spila vel fyrir Bröndby og reyna að hjálpa liðinu að verða danskur meistari. Það myndi leiða til góðra hluta fyrir sig í framtíðinni.

Ólafur Garðarsson umboðsmaður játti því að verulega góður samningur hefði beðið Hjartar í Rússlandi. „Jú hann hefði margfaldað hjá sér launin. Við vorum samt sem áður sammála um að það væri best að sleppa þessu tækifæri. Það koma fleiri," segir Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner