Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   mið 11. september 2019 22:36
Mist Rúnarsdóttir
Hildur Antons: Maður hlýðir þessum kjúklingum
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við börðumst fram á 90. mínútu. Við héldum alltaf áfram þrátt fyrir að lenda tvisvar undir og náðum svo að komast yfir í lokin,“ sagði Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, aðspurð um uppskriftina að sigrinum á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Hildur hefur verið að glíma við meiðsli og byrjaði á bekknum í dag. Hún kom inná í stöðunni 2-1 fyrir gestunum og það er óhætt að segja að innkoma Hildar hafi breytt leiknum.

„Maður vill koma inná til að breyta leiknum og ég ákvað bara að setja baráttuna í fyrsta sæti. Mér fannst það alveg skila sér og ég komst þannig inn í leikinn.“

„Ég er ekki búin að spila í þrjár vikur svo það var uppsöfnuð spenna yfir að fá að spila aftur. Þetta voru fyrstu 30 mínúturnar og mér fannst þær ganga vel svo ég byggi ofan á það,“
sagði Hildur en hún lagði upp sigurmark Blika eftir mikla baráttu í vítateig tékkneska liðsins.

„Ég hefði getað skotið en fékk boltann í legghlífina og svo var fullt af mönnum í kringum mig en Karó kallaði á boltann út og ég bara hlýddi. Maður hlýðir þessum kjúklingum,“ sagði Hildur létt.

„Það gefur okkur meðbyr að vinna og við höldum bara áfram og reynum að vinna seinni leikinn líka,“ sagði Hildur að lokum en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner