Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mið 11. september 2019 22:36
Mist Rúnarsdóttir
Hildur Antons: Maður hlýðir þessum kjúklingum
Kvenaboltinn
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Hildur átti frábæra innkomu hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við börðumst fram á 90. mínútu. Við héldum alltaf áfram þrátt fyrir að lenda tvisvar undir og náðum svo að komast yfir í lokin,“ sagði Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, aðspurð um uppskriftina að sigrinum á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Hildur hefur verið að glíma við meiðsli og byrjaði á bekknum í dag. Hún kom inná í stöðunni 2-1 fyrir gestunum og það er óhætt að segja að innkoma Hildar hafi breytt leiknum.

„Maður vill koma inná til að breyta leiknum og ég ákvað bara að setja baráttuna í fyrsta sæti. Mér fannst það alveg skila sér og ég komst þannig inn í leikinn.“

„Ég er ekki búin að spila í þrjár vikur svo það var uppsöfnuð spenna yfir að fá að spila aftur. Þetta voru fyrstu 30 mínúturnar og mér fannst þær ganga vel svo ég byggi ofan á það,“
sagði Hildur en hún lagði upp sigurmark Blika eftir mikla baráttu í vítateig tékkneska liðsins.

„Ég hefði getað skotið en fékk boltann í legghlífina og svo var fullt af mönnum í kringum mig en Karó kallaði á boltann út og ég bara hlýddi. Maður hlýðir þessum kjúklingum,“ sagði Hildur létt.

„Það gefur okkur meðbyr að vinna og við höldum bara áfram og reynum að vinna seinni leikinn líka,“ sagði Hildur að lokum en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir