Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. september 2005 12:40
Elvar Geir Magnússon
Lið ársins í 1.deild 2005
Nú í hádeginu var lið ársins í 1.deild karla opinberað á Broadway, Hótel Íslandi. Fótbolti.net fylgdist vel með 1.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins auk efnilegasta leikmanninum.
Það eru Lottósport og KLM Verðlaunagripir sem gefa verðlaunin í vali á liði ársins


Markvörður:
Hjörvar Hafliðason (Breiðablik)

Varnarmenn:
Höskuldur Eiríksson (Víkingur R.)
Hans Fróði Hansen (Breiðablik)
Milos Glogovac (Víkingur R.)
Árni Thor Guðmundsson (HK) - Var einnig í liði ársins í 1.deild 2004

Miðjumenn:
Pálmi Rafn Pálmason (KA)
Petr Podzemsky (Breiðablik)
Daníel Hjaltason (Víkingur R.)
Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)

Sóknarmenn:
Jóhann Þórhallsson (KA)
Atli Guðnason (Fjölnir)Varamannabekkur:
Ingvar Þór Kale (Víkingur R.), markvörður
Árni Kristinn Gunnarsson (Breiðablik), varnarmaður
Kristján Óli Sigurðsson (Breiðablik), miðjumaður
Rúrik Gíslason (HK), miðjumaður
Davíð Þór Rúnarsson (Víkingur R.), sóknarmaður

Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Matus Sandor (KA),Ögmundur Rúnarsson (Fjölnir), Stefán Logi Magnússon (KS).
Varnarmenn: Aleksandar Linta (Víkingur Ó.), Davíð Magnússon (HK), Elínbergur Sveinsson (Víkingur Ó.), Freyr Guðlaugsson (Þór A.), Geoff Miles (Haukar), Hörður Bjarnason (Víkingur R.), Kári Ársælsson (Breiðablik), Lárus Orri Sigurðsson (Þór A.), Sandor Zoltan Forzis (KA), Steingrímur Örn Eiðsson (KA), Þorsteinn Sveinsson (HK)
Miðjumenn: Arnljótur Ástvaldsson (Þór), Dragan Simovic (Þór), Ellert Hreinsson (Breiðablik), Finnur Ólafsson (HK), Hermann Aðalgeirson (Völsungur), Hilmar Rafn Emilsson (Haukar), Hjalti Kristjánsson (Breiðablik), Ingi Hrannar Heimisson (Þór), Jóhann Helgason (KA), Jóhann Hreiðarsson (Víkingur R.), Jón Guðbrandsson (Víkingur R.), Kristján Ómar Björnsson (Haukar), Steinþór Þorsteinsson (Breiðablik), Tómas Leifsson (Fjölnir), Zoran Daníel Ljubicic (Völsungur).
Sóknarmenn: Andri Valur Ívarsson (Völsungur), Ellert Hreinsson (Breiðablik), Hreinn Hringsson (KA), Ibra Jagne (Þór), Þórður Birgisson (KS).
Þjálfari ársins: Bjarni Jóhannsson, Breiðablik
Bjarni er þjálfari sem ekki þarfnast mikillar kynningar en hann er íslenskum knattspyrnuunnendum að góðu kunnur og hefur m.a. þjálfað ÍBV, Fylki og Grindavík. Hann tók við liðinu fyrir sumarið 2004 og tókst að koma liðinu upp um deild í ár og það með glæsibrag. Liðið fór taplaust í gegnum tímabilið án þess að hafa einhver sérstaklega stór nöfn innan sinna raða. Það má því segja að Bjarni hafi náð því besta út úr liðinu sem hægt var.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Ásmundur Arnarsson (Fjölnir), Ejub Purisevic (Víkingur Ó.), Sigurður Jónsson (Víkingur R.)

Leikmaður ársins: Pálmi Rafn Pálmason, KA
Pálmi er ungur að árum, fæddur 1984, og leikur með U21 landsliði Íslands. Það er nokkuð ljóst að erfitt verður fyrir KA-menn að halda í Pálma enda vafalítið mörg úrvalsdeildarlið með hann á óskalista sínum. Þá hefur enska úrvalsdeildarliðið Manchester City fylgst grannt með honum. Pálmi bar fyrirliðabandið hjá KA í sumar og skoraði 10 mörk fyrir félagið sem endaði í þriðja sæti deildarinnar og var í baráttunni um að komast upp fram í lokaumferð.

Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Daníel Hjaltason (Víkingur R.), Hans Fróði Hansen (Breiðablik), Hjörvar Hafliðason (Breiðablik), Höskuldur Eiríksson (Víkingur R.), Ingvar Þór Kale (Víkingur R.), Kristján Óli Sigurðsson (Breiðablik), Milos Glogovac (Víkingur R.), Petr Podzemsy (Breiðablik).

Efnilegasti leikmaðurinn: Rúrik Gíslason, HK
Unglingalandsliðsmaðurinn Rúrik er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en fyrir stuttu skrifaði hann undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Charlton Athletic. Hann er aðeins 17 ára gamall en þrátt fyrir það stór og sterkur og hefur gífurlega hæfileika með boltann. Hann var hjá Anderlecht í Belgíu en var óánægður og kom aftur í sitt uppeldisfélag, HK, í sumar. Þar spilaði hann feykilega vel og vakti áhuga Charlton.

Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Atli Guðnason (Fjölnir), Ellert Hreinsson (Breiðablik), Hilmar Rafn Emilsson (Haukar), Jón Guðbrandsson (Víkingur R.), Sigurður Donys Sigurðsson (Þór), Tómas Leifsson (Fjölnir).Ýmsir molar:

  • Allir nema einn völdu Pálma Rafn Pálmason á miðjuna í liði ársins. Hann fékk 17 atkvæði en gat fengið 18.


  • Alls fengu sex miðjumenn Breiðabliks atkvæði í lið ársins. Íslandsmeistarnir eiga tvo miðjumenn í liðinu.


  • Allir nema tveir völdu Jóhann Þórhallsson í framlínuna í liði ársins.


  • Alls fengu níu leikmenn atkvæði í valinu á besta leikmanninum.


  • Alls bárust fimm ólögleg atkvæði um efnilegasta leikmanninn sem mátti vera fæddur árið 1985 eða síðar.
Smellið hér til að skoða lokastöðuna í 1.deildinni

Smellið hér til að sjá lið ársins í 1.deild 2004

Smellið hér til að sjá tölfræðiupplýsingar úr deildinni

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner