Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fös 11. október 2019 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr: Ekki eins og það hafi einhver úr Víkingi Ó. komið inn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég býð upp á þetta. Þetta var klaufaskapur," sagði Ari Freyr Skúlason eftir 1-0 tap gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Antoine Griezmann féll í teignum. Ari Freyr braut á Griezmann að mati dómarans.

„Hann ætlar að reyna að sparka í boltann, en svo sér hann að hann getur það ekki. Það er klaufaskapur hjá mér að bjóða upp á þetta í fyrsta lagi."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Við vorum að spila við Heimsmeistarana. Persónulega fannst mér við sýna frábæra liðsheild, vikan var frábær - góð tilfinning og góður andi í hópnum. Við getum verið stoltir af frammistöðunni yfir höfuð."

„Það er leiðinlegt að tapa þessum stigum á klaufahætti."

Það vantaði nokkra lykilmenn í lið Frakklands en Ari telur að það skipti ekki máli þegar kemur að Heimsmeisturunum.

„Það er ekki eins og það hafi komið einhver úr Víkingi Ó. á miðjuna hjá þeim. Þeir fá inn leikmann sem er að spila hverja einustu mínútu hjá Bayern München. Við horfum á leikinn okkar, það er það mikilvægasta."

Þetta var fyrsti tapleikurinn í mótsleik á Laugardalsvelli síðan 2013.

„Það er ömurlegt, alveg ömurlegt. Þetta er okkar vígi og með okkar stuðningsmenn. Það vill enginn koma á Laugardalsvöll. Okkur líður frábærlega hérna. Þetta stig hefði getað verið mikilvægt í lokin," sagði Ari Freyr Skúlason.
Athugasemdir
banner