Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fös 11. október 2019 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr: Ekki eins og það hafi einhver úr Víkingi Ó. komið inn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég býð upp á þetta. Þetta var klaufaskapur," sagði Ari Freyr Skúlason eftir 1-0 tap gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Antoine Griezmann féll í teignum. Ari Freyr braut á Griezmann að mati dómarans.

„Hann ætlar að reyna að sparka í boltann, en svo sér hann að hann getur það ekki. Það er klaufaskapur hjá mér að bjóða upp á þetta í fyrsta lagi."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Við vorum að spila við Heimsmeistarana. Persónulega fannst mér við sýna frábæra liðsheild, vikan var frábær - góð tilfinning og góður andi í hópnum. Við getum verið stoltir af frammistöðunni yfir höfuð."

„Það er leiðinlegt að tapa þessum stigum á klaufahætti."

Það vantaði nokkra lykilmenn í lið Frakklands en Ari telur að það skipti ekki máli þegar kemur að Heimsmeisturunum.

„Það er ekki eins og það hafi komið einhver úr Víkingi Ó. á miðjuna hjá þeim. Þeir fá inn leikmann sem er að spila hverja einustu mínútu hjá Bayern München. Við horfum á leikinn okkar, það er það mikilvægasta."

Þetta var fyrsti tapleikurinn í mótsleik á Laugardalsvelli síðan 2013.

„Það er ömurlegt, alveg ömurlegt. Þetta er okkar vígi og með okkar stuðningsmenn. Það vill enginn koma á Laugardalsvöll. Okkur líður frábærlega hérna. Þetta stig hefði getað verið mikilvægt í lokin," sagði Ari Freyr Skúlason.
Athugasemdir