Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 09. nóvember 2019 17:37
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Tom Davies: Þessi sigur skiptir okkur miklu máli
Everton vann sinn fyrsta útileik í deildinni á þessu tímabili þegar þeir heimsóttu Southampton í dag.

Tom Davies kom Everton yfir strax í upphafi leiks, Danny Ings jafnaði fyrir heimamenn í upphafi seinni hálfleiks. Það var Richarlison sem skoraði sigurmark Everton á 75. mínútu.

„Þessi sigur skiptir okkur miklu máli, sá fyrsti á útivelli á tímabilinu. Við vorum vel skipulagðir í dag og unnum góðan sigur," sagði Tom Davies.

„Southampton hefur verið í vandræðum það sem af er tímabili og þannig hefur staðan einnig verið hjá okkur. "

„Okkur var öllum brugðið eftir það sem kom fyrir Andre Gomes, við ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa honum. Að ná í þennan sigur núna er frábært eftir erfiða viku," sagði Davies að lokum.
Athugasemdir
banner
banner