Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 01. október 2016 16:49
Magnús Már Einarsson
Ejub: Gerðist ýmislegt í kringum Verslunarmannahelgina
Heldur líklega áfram með liðið
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Þorsteinn Ólafs
„Þetta er rosalegur léttir. Ég fylgdist ekki mikið með stöðunni hjá KR fyrr en við vorum komnir 3-1 undir," sagði Ejub Purisevic, þjáflari Víkings Ólafsvíkur, eftir 4-1 tapið gegn Stjörnunni í dag. Sigur KR á Fylki á sama tíma varð til þess að Víkingur hélt sæti sínu.

Ólsarar byrjuðu mótið mjög vel og athygli vakti í maí og júní þegar Ejub talaði um að það yrði kraftaverk ef að liðið myndi halda sæti sínu.

„Mér finnst þetta vera rosalega stórt afrek að halda okkur í deildinni. Við byrjuðum mótið með rosalega lítinn hóp og þetta versnaði í glugganum þegar við misstum íslenska leikmenn og fengum erlenda í staðinn. Mér finnst þetta rosalegt afrek hjá svona litlum klúbb að halda sér í deildinni. Ef þú horfir til dæmis á Þrótt og Fylki, aðstöðuna og leikmannahópana."

„Víkingur Ólafsvík er ekki með samkeppnishæft lið til að vera í úrvalsdeildinni. Þegar þú horfir á leikmannahópa, yngri flokka og aðstöðu þá er þetta rosalega erfitt fyrir okkur. Þetta er meira segja spurning með ÍBV, hvað þá okkur."


„Kannski er þetta bara bull hjá mér. Kannski er þetta auðvelt en tíminn leiðir í ljós hvort svona staðir geti farið tvisvar upp í úrvalsdeild og haldið sig upp í úrvalsdeildina. Ég held að fólk skilji kannski ekki um hvað ég er að tala fyrr en það prófar það."

Innanhús mál trufluðu liðið
Ólafsvíkingar unnu síðast leik í júní en þeir fengu fjögur stig í síðustu 13 leikjunum.

„Versti kaflinn hjá okkur var í kringum Verslunarmannahelgina þegar ýmislegt gerðist. Síðustu 6-7 leiki voru batamerki og hlutir hefðu getað dottið okkar megin. Ég var orðinn smeykur og eftir leikinn gegn ÍA sagði ég að við værum í fallbaráttu," sagði Ejub sem vill ekki fara út í hvað var í gangi í kringum Verslunarmannahelgina hjá Ólsurum.

„Það er eitthvað innanhús sem að við þurfum að ræða og læra af. Mér finnst ekki við hæfi að við ræðum þessa hluti. Það voru erfiðleikar og stundum tekur rosalega á að laga hluti. Mér fannst það takast ágætlega og við náðum að klára mótið sómasamlega."

Miklar breytingar framundan
Ejub telur líklegra en ekki að hann haldi áfram sem þjálfari Ólafsvíkinga. „Það er mjög líklegt en þú veist aldrei í fótboltanum. Ég ætla að hugsa um sjálfan mig og fjölskylduna líka. Ég á eftir að ræða mikið við fjölskylduna um þessi mál," sagði Ejub.

Ejub segir ljóst að miklar breytingar verði á leikmannahópi Ólsara fyrir næsta tímabil.

„Sumir vilja ekki vera áfram og við viljum ekki halda sumum. Til að geta spilað í úrvalsdeildinni þá þurfum við að fá miklu fleiri íslenska leikmenn. Ef það er hægt þá væri frábært að fá 2-3 reynda leikmenn úr úrvalsdeildinni til að draga vagninn. Svo er spurning hvort það sé hægt," sagði Ejub.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner