Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. desember 2021 14:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Arnar rífur þögnina: Ég var partur af þessari ákvörðun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta," sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, við Vísi í dag.

Arnar ræddi við Vísi um Eið Smára Guðjohnsen sem var sagt upp í síðustu viku en hafði verið aðstoðarmaður Arnars.

Arnar hefur ekki svarað símtölum frá Fótbolta.net frá því tilkynnt var um uppsögnina skömmu fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld í síðustu viku.

Arnar segist hafa verið partur af ákvörðuninni. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig," sagði Arnar.

„Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna."

Arnar vonast til að ráða nýjan aðstoðarmann fyrir árslok.

„Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent," sagði Arnar við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner