Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Turnar segja sögur: The Crazy Gang
Betkastið: Leikmenn neðri deilda mæta í sett
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
Leiðin úr Lengjunni: Verðlaunum fyrri hlutann og línur aðeins að skýrast
Draumalið fyrri umferð í hverri deild (2-5. deild)
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
banner
   fim 02. febrúar 2023 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn: Þá hefði ég hlegið í andlitið á þér
Mynd: SönderjyskE
Orri Steinn Óskarsson er einn mest spennandi ungi framherji í Danmörku. Hann hefur verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn frá því hann yfirgaf Gróttu eftir tímabilið 2019. Þegar Orri hugsar til baka til tímabilsins 2019 þá hugsar hann um lagið sem heyrist í byrjun klippunnar.

Orri raðaði inn mörkum fyrir U17 og U19 ára lið FCK og steig sín fyrstu skref með aðalliðinu á síðasta ári. Hann kom inn á í lokaleik deildarinnar og kom við sögu í níu leikjum með aðalliðinu á fyrri hluta þessa tímabils.

Á gluggadaginn var hann lánaður til SönderjyskE út tímabilið. Hann er fenginn til að hjálpa liðinu að fara upp í efstu deild.

Hann er átján ára gamall og er einn allra efnilegasti leikmaður Íslands. Orri ræðir um tímann hjá FCK til þessa, lífið í Danmörku, ástæðuna fyrir skiptunum til SönderjyskE, hápunktana, lágpunktana og ýmislegt annað.

Hægt er að hlusta á spjallið við Orra í spilaranum hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner