Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
banner
   mán 02. september 2024 21:50
Brynjar Óli Ágústsson
Tinna Harðars: Það er geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði
<b>Tinna Harðardóttir, leikmaður Fylkis.</b>
Tinna Harðardóttir, leikmaður Fylkis.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

..Við fórum inn í þenna leik og ætluðum að vinna baráttunna og um leið og maður vinnur baráttuna þá vinnur maður leikinn.'' segir Tinna Harðardóttir, leikmaður Fylkis, eftir 1-2 sigur gegn Stjörnunni í 1. umferð neðri hluta Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Fylkir

Tinna kom inn í seinni hálfleik og átti góða fyrirgjöf í seinna mark Fylkis. 

„Ég er búin að vera meidd ógeðslega lengi og það er bara geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði áðan.''

„Mér fannst ég sjá á liðinu að það voru allar sem vildu þetta og þær eru allar tilbúnar að gefa allt í það halda okkur upp í þessari deild og mér fannst bara allar geggjaðar og góðar í þessum leik,''

Það er alvöru þriggja stiga leikur í fallbaráttunni Bestu deild kvenna milli Fylki og Tindastól í næstu umferð. Tinna var spurð hvernig tilfinningin fyrir þann leik væri.

„Bara að halda áfram þessu, fyrst og fremst vinna baráttuna, halda áfram að spila vel og trúa á verkefnið sem er framundan. Það er ekki mikið stress í hópnum, en meira spenningur og gera allt sem okkur langar til þess að halda okkur upp.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner