Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 02. september 2024 21:50
Brynjar Óli Ágústsson
Tinna Harðars: Það er geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði
Kvenaboltinn
<b>Tinna Harðardóttir, leikmaður Fylkis.</b>
Tinna Harðardóttir, leikmaður Fylkis.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

..Við fórum inn í þenna leik og ætluðum að vinna baráttunna og um leið og maður vinnur baráttuna þá vinnur maður leikinn.'' segir Tinna Harðardóttir, leikmaður Fylkis, eftir 1-2 sigur gegn Stjörnunni í 1. umferð neðri hluta Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Fylkir

Tinna kom inn í seinni hálfleik og átti góða fyrirgjöf í seinna mark Fylkis. 

„Ég er búin að vera meidd ógeðslega lengi og það er bara geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði áðan.''

„Mér fannst ég sjá á liðinu að það voru allar sem vildu þetta og þær eru allar tilbúnar að gefa allt í það halda okkur upp í þessari deild og mér fannst bara allar geggjaðar og góðar í þessum leik,''

Það er alvöru þriggja stiga leikur í fallbaráttunni Bestu deild kvenna milli Fylki og Tindastól í næstu umferð. Tinna var spurð hvernig tilfinningin fyrir þann leik væri.

„Bara að halda áfram þessu, fyrst og fremst vinna baráttuna, halda áfram að spila vel og trúa á verkefnið sem er framundan. Það er ekki mikið stress í hópnum, en meira spenningur og gera allt sem okkur langar til þess að halda okkur upp.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner