..Við fórum inn í þenna leik og ætluðum að vinna baráttunna og um leið og maður vinnur baráttuna þá vinnur maður leikinn.'' segir Tinna Harðardóttir, leikmaður Fylkis, eftir 1-2 sigur gegn Stjörnunni í 1. umferð neðri hluta Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Fylkir
Tinna kom inn í seinni hálfleik og átti góða fyrirgjöf í seinna mark Fylkis.
„Ég er búin að vera meidd ógeðslega lengi og það er bara geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði áðan.''
„Mér fannst ég sjá á liðinu að það voru allar sem vildu þetta og þær eru allar tilbúnar að gefa allt í það halda okkur upp í þessari deild og mér fannst bara allar geggjaðar og góðar í þessum leik,''
Það er alvöru þriggja stiga leikur í fallbaráttunni Bestu deild kvenna milli Fylki og Tindastól í næstu umferð. Tinna var spurð hvernig tilfinningin fyrir þann leik væri.
„Bara að halda áfram þessu, fyrst og fremst vinna baráttuna, halda áfram að spila vel og trúa á verkefnið sem er framundan. Það er ekki mikið stress í hópnum, en meira spenningur og gera allt sem okkur langar til þess að halda okkur upp.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.