Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. október 2020 17:53
Victor Pálsson
Rhian Brewster seldur til Sheffield United (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Rhian Brewster hefur skrifað undir samning við Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var staðfest nú rétt í þessu en Sheffield borgar Liverpool í kringum 23 milljónir punda fyrir framherjann.

Brewster er mikið efni en hann er aðeins 20 ára gamall og lék með Swansea á láni á síðustu leiktíð og stóð sig með prýði.

Liverpool gaf grænt ljós á að leikmaðurinn myndi fara enda margir að berjast um sæti í fremstu víglínu á Anfied. Liðið keypti til að mynda Jota frá Wolves í síðasta mánuði.

Brewster gerir fimm ára samning við Sheffield en hann lék með Liverpool frá árinu 2015 til nú 2020 en án þess að leika deildarleik með liðinu.

Athugasemdir
banner
banner